- Beiðni um að hlutir Alfesca hf. verði teknir úr viðskiptum


Yfirtökutilboði Lur Berri Iceland ehf. til hluthafa Alfesca hf. lauk þann 17.
ágúst 2009. Í kjölfarið fór fram innlausn í samræmi við gildandi reglur á
hlutum í eigu hluthafa sem tilboðið beindist að en samþykktu ekki. Lur Berri
Iceland ehf. og samstarfsaðilar eiga nú samtals 99,43% af útgefnu hlutafé
félagsins og fara með allan atkvæðisrétt í félaginu að teknu tilliti til eigin
hluta félagsins sem nema 0,57% útgefins hlutafjár. 
Í kjölfar beiðni frá Lur Berri Iceland ehf. og samstarfsaðilum hefur stjórn
Alfesca hf. í dag óskað eftir því að hlutir félagsins verði teknir úr
viðskiptum af aðallista NASDAQ OMX Iceland hf.