Stjórn Landsvaka hf. áfrýjar dómum vegna Peningabréfa Landsbankans: • Stjórn Landsvaka hf. ákvað á fundi sínum í dag að áfrýja dómum héraðsdóms Reykjavíkur í málum er varða málefni fjárfestingarsjóðsins Peningabréf Landsbankans ISK til Hæstaréttar. • Landsvaki hf. hefur farið yfir forsendur þeirra dóma sem félagið hefur ákveðið að áfrýja. Telur Landsvaki hf. að jafnvel þótt niðurstaða héraðsdóms verði staðfest fyrir Hæstarétti sé alls óvíst hvert raunverulegt tjón hvers hlutdeildarskírteinishafa er, ef nokkuð. Þetta byggir á því verðmæti sem fékkst við sölu eigna sjóðsins og þess svigrúms sem fjárfestingarsjóðir hafa til niðurfærslna án þess að lækka gengi. Er hér verið að vísa í leyfilegt frávik á gengi hlutdeildaskírteina.
Stjórn Landsvaka hf. áfrýjar dómum vegna Peningabréfa Landsbankans
| Source: Landsvaki