Afkoma Bakkavör Group á þriðja ársfjórðungi og fyrstu níu mánuðum ársins 2009


BETRI AFKOMA OG STERKARA SJÓÐSTREYMI - MIKIL BATAMERKI

Helstu niðurstöður

• EBITDA* hagnaður eykst um 45% á þriðja ársfjórðungi, 9 milljarðar króna (45,2
m.punda) samanborið við 6,2 milljarða (31,1 milljón punda) á sama ársfjórðungi
2008 

• Stórbætt EBITDA* hlutfall á þriðja ársfjórðungi,10,6% samanborið við 7,7% á
sama tímabili 2008 

• Hagnaður 838 milljónir króna (4,2 milljónir punda) á fyrstu níu mánuðum
ársins, samanborið við tap að fjárhæð 11,2 milljarðar króna (55,9 m. punda) á
sama tímabili í fyrra - verulegur viðsnúningur sem nemur 12 milljörðum króna
(60,1 m. punda) 

• Áframhaldandi aukning í sölu á ferskum tilbúnum matvælum félagsins í
Bretlandi, 7%** aukning í ársfjórðungnum, sem einkum má rekja til aukinnar sölu
í flokki tilbúinna rétta 

• Handbært fé frá rekstri fyrir skatta, vexti og einskiptiskostnað vegna
hagræðingaraðgerða nánast tvöfaldast á þriðja ársfjórðungi miðað við sama
tímabil árið 2008, eykst um 86% og nemur 13,3 milljörðum króna (66,5 m. punda) 

• Félagið á góðri leið með að ná EBITDA* markmiði ársins, sem eru 25,9
milljarðar króna (130 m. punda) í lok árs 2009, eða 20% aukning milli ára 

Ágúst Guðmundsson, forstjóri:

Uppgjör þriðja ársfjórðungs sýnir verulega bættan rekstrarárangur félagsins.
EBITDA* hagnaður jókst um 45% og við erum á góðri leið með að ná EBITDA
markmiði okkar fyrir árið í heild. Sjóðstreymi hefur áfram styrkst verulega sem
helst má rekja til bættrar afkomu og betri stýringar veltufjármuna. Aukin sala
félagsins og meiri hagkvæmni í rekstri hafa skilað þessum árangri sem hefur
náðst þrátt fyrir krefjandi rekstrarumhverfi, m.a. vegna aukins kostnaðar við
markaðsstarf og áframhaldandi verðhækkana á hráefni. 

Í Bretlandi hefur sala félagsins á ferskum tilbúnum matvælum haldið áfram að
aukast og til dæmis jókst sala á tilbúnum réttum, einum af lykilvöruflokkum
félagsins, um 13% á þriðja ársfjórðungi. Er þetta til marks um sterka stöðu
félagsins í lykilvöruflokkum sínum. 

Ennfremur höfum við náð mikilvægum áfanga í samningaviðræðum við lánveitendur
um endurfjármögnun móðurfélagsins. Við höfum átt í viðræðum við innlenda
lánveitendur sem hafa yfir um 70% af skuldum móðurfélagsins að ráða og hafa
þeir lýst yfir vilja til að framlengja gjalddaga skuldabréfaflokka og annarra
lána félagsins til ársins 2014 en enn er unnið að útfærslu á kjörum og
skilmálum samkomulagsins. Við gerum ráð fyrir að niðurstaða verði tilkynnt
innan skamms. Fyrr á þessu ári var gengið var frá endurfjármögnun
rekstrarfélaga samstæðunnar fram í mars 2012. 

Við gerum ráð fyrir að viðskiptaumhverfið haldi áfram að vera krefjandi næstu
misseri. Þrátt fyrir það erum við fullviss um að þær aðgerðir sem félagið hefur
ráðist í, ásamt þeim vaxtarmöguleikum sem reksturinn býr yfir, muni skila enn
betri afkomu á komandi árum. 


Frekari upplýsingar veita:

Ágúst Guðmundsson, forstjóri
Sími: 550 9700 

Richard Howes, fjármálastjóri
Sími: 550 9700

Ásdís Ýr Pétursdóttir, samskiptasvið
Sími: 550 9715/ 858 9715



*EBITDA að undanskildum einskiptiskostnaði vegna hagræðingar
** Sala leiðrétt m.t.t. framleiðslu sem var hætt vegna hagræðingar

Pièces jointes

arshlutareikningur bakk q3-09.pdf bakk q3 2009 frettatilkynning.pdf