Í kjölfar banka- og gjaldeyrishruns vinnur Sparisjóður Bolungarvíkur að fjárhagslegri endurskipulagningu með lánardrottnum sínum, sem m.a. felur það í sér að kröfum lánardrottna á hendur sparisjóðnum er umbreytt í stofnfé. Stefnt var að því að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu fyrir lok apríl en ekki hefur enn reynst unnt að ljúka endurskipulagningunni, þrátt fyrir að allir hlutaðeigandi lánardrottnar, þ.m.t. allir eigendur skuldabréfa, útgefin af Sparisjóði Bolungarvíkur, hafi fyrir sitt leyti samþykkt fjárhagslega endurskipulagningu sparisjóðsins, þar sem forsenda hennar er sú að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) veiti samþykki sitt fyrir henni. Vegna þessa liggur ekki enn fyrir endanlegt samþykki fyrir endurskipulagningu sparisjóðsins og hefur stjórn hans því ekki talið sér fært að samþykkja ársreikning fyrir árið 2009 og er ljóst að ekki mun reynast unnt að samþykkja reikninginn fyrir lok apríl. Samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu hefur stjórn Sparisjóðs Bolungarvíkur óskað eftir því við NASDAQ OMX á Íslandi, með vísan til 21. gr. reglugerðar nr. 245/2006 um opinbera skráningu verðbréfa í kauphöll, að skuldabréf, útgefin af sparisjóðnum, með auðkenninu SPBOL 05 1, sem tekin voru til skráningar í Kauphöll Íslands samkvæmt skráningarlýsingu, dags. 30. nóvember 2005, verði tekinn af skrá NASDAQ OMX á Íslandi. Hafa allir eigendur nefnda skuldabréfa samþykkt fyrir sitt leyti að skuldabréfin verði tekin af skrá kauphallar.
Varðar ársreikning 2009
| Source: Sparisjóður Bolungarvíkur