Íslenska lánshæfismatsfyrirtækið Reitun ehf. hefur gefið út nýtt lánshæfismat fyrir Kópavogsbæ. Í uppfærðu mati segir að þrátt fyrir að vera annað stærsta sveitarfélag landsins og eitt það öflugasta í landinu, hafi aukning skulda í kjölfar efnahagshrunsins þau áhrif að Kópavogsbær er með lánshæfiseinkunnina B með jákvæðum horfum. Reitun telur það jákvætt takist Kópavogi að endurfjármagna afborgunarþörf næstu ára. Kópavogsbær er eina sveitarfélagið sem gert hefur samkomulag við Reitun um mat á lánshæfi. Þetta er í annað sinn sem Reitun gefur út skýrslu um lánshæfi bæjarins. Sjá nánar meðfylgjandi skýrslu um lánshæfi Kópavogsbæjar.