Stjórnendabreytingar hjá Eignarhaldsfélagi Smáralindar ehf., Smáralind ehf. og Fasteignafélagi Íslands ehf.


Stjórn Fasteignafélags Íslands ehf., eiganda Eignarhaldsfélagsins Smáralindar
ehf., hefur samþykkt nýtt skipurit sem tekið hefur gildi. Með nýju skipuriti
færist dagleg stjórnun Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf. til móðurfélagsins,
Fasteignafélags Íslands ehf. Markmið breytinganna er að mynda öfluga umgjörð um
eignir Fasteignafélags Íslands ehf. og er liður í að undirbúa félagið fyrir
fyrirhugaða skráningu í Kauphöll. Sturla Eðvarðsson hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri Fasteignafélags Íslands ehf., Eignarhaldsfélagsins Smáralindar
ehf. og Smáralindar ehf. 

Samhliða þessum breytingum hafa eftirfarandi stjórnendur látið af störfum;
Henning Freyr Henningsson framkvæmdastjóri Smáralindar ehf. og Helgi Marinó
Magnússon framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf. Eftirtaldir
aðilar hafa verið ráðnir í stjórnendastöður hjá Fasteignafélagi Íslands hf.;
Fjármálastjóri er Jóhann Sigurjónsson, Markaðsstjóri er Guðrún Margrét
Örnólfsdóttir og Rekstrarstjóri er Kristinn Jóhannsson fyrrverandi
rekstrarstjóri Smáralindar ehf. 

Skipurit Fasteignafélags Íslands ehf. er eftirfarandi: Sjá viðhengi.


Nánari upplýsingar veitir:

Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Fasteignafélags Íslands ehf.
S: 528 8000 / 896-2164 - sturla@smaralind.is

Pièces jointes

skipurit smaralindehf-30112010.pdf