Kristín Guðmundsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Skipta hf. Hún hefur starfað sem fjármálastjóri félagsins undanfarin átta ár og jafnframt verið staðgengill forstjóra á þeim tíma. Hún mun taka við nýju starfi frá og með deginum í dag. Kristín mun starfa náið með stjórn félagsins og eigendum að því að móta framtíðarstefnu fyrir Skipti en miklar breytingar hafa orðið í rekstrarumhverfi félagsins undanfarin misseri líkt og annarra íslenskra fyrirtækja. Þá hefur Óskar Hauksson verið ráðinn fjármálastjóri félagsins frá sama tíma.