Ársreikningur Landsnets hf. fyrir árið 2010

- Hagnaður ársins nam 3.563 milljónum króna -


Hagnaður Landsnets hf. samkvæmt rekstrarreikningi nam 3.563 mkr. fyrir árið 2010 samanborið við hagnað að fjárhæð 1.471 mkr. á árinu 2009. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) nam 8.678 mkr. samanborið 9.331 mkr. á fyrra ári og lækkar því um 653 mkr. á milli ára. Betri afkoma á árinu 2010 í samanburði við fyrra ár stafar að mestu af breytingum í fjármagnsliðum og felst aðallega í lægri verðbólgu á árinu 2010 og nettó gengishagnaði í stað nettó gengistaps árið áður. Hrein fjármagnsgjöld nema samtals 1.951 mkr. á árinu 2010 á móti 5.629 mkr. á árinu 2009. Heildarviðsnúningur vegna þeirra er 3.678 mkr. á milli ára.

Eiginfjárhlutfall í árslok var 16,5% samanborið við 11,3% í lok fyrra árs. Eigið fé í árslok nam 11.622 mkr. samanborið við 8.321 í lok árs 2009. Heildareignir félagsins í árslok námu 70.513 mkr. samanborið við 73.675 mkr. í lok fyrra árs. Heildarskuldir námu 58.891 mkr. samanborið við 65.354 mkr. í lok fyrra árs.

Lausafjárstaða félagsins er sterk, í árslok nam handbært fé 4.256 mkr. Handbært fé frá rekstri nam 7.360 mkr. árið 2010 samanborið við 7.519 mkr. árið 2009.

Rekstrarhæfi félagsins er mjög gott. Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 mun handbært fé frá rekstri standa undir fjárfestingum og afborgunum lána.

Ársreikningur Landsnets hf. var samþykktur á fundi stjórnar 24. febrúar 2011.

 

Helstu niðurstöður rekstrarreiknings, lykiltölur efnahagsreiknings og kennitölur (fjárhæðir eru í þúsundum króna): Sjá viðhengi

         Frekari upplýsingar veitir:
         Guðlaug Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri fjármála,
         sími 563 9311 eða netfang gudlaugs@landsnet.is


Pièces jointes

Arsreikningur LN 2010.pdf Landsnet_Arsreikningur 2010_Tilkynning.pdf