HB Grandi hf. - Niðurstöður aðalfundar haldinn 29. apríl 2011.


Aðalfundur samþykkti samhljóða bæði ársreikning félagsins og skýrslu stjórnar.

Fundurinn samþykkti eftirfarandi tillögur:

Tillaga um greiðslu arðs

Aðalfundur HB Granda hf. haldinn 29. apríl 2011 samþykkir að greiddur verði 20% arður (0,20 kr. á hlut) vegna ársins 2010, alls að fjárhæð 339.606.745 kr. Arðurinn verði greiddur 13. maí 2011. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 29. apríl 2011, þ.e. viðskipti á þeim degi koma fram í hlutaskrá félagsins á arðsréttindadeginum  4. maí 2011. Arðleysisdagur er 2. maí 2011.

 

Tillaga um þóknun til stjórnarmanna

Þóknun til stjórnarmanna fyrir liðið ár er kr. 800.000, formaður fái þrefaldan hlut.

 

Kosning endurskoðanda

Endurskoðunarfélag: KPMG ehf.

 

Tillaga um að stjórn fái heimild til kaupa á eigin hlutum

Aðalfundur veitir stjórn félagsins heimild til að kaupa eigin hluti í félaginu. Heimild þessi stendur í 18 mánuði og takmarkast við að samanlögð kaup fari ekki yfir 10% af heildarhlutafé félagsins á hverjum tíma. Kaupgengi hluta skal miða við síðasta skráða dagslokagengi á markaði áður en samningur er gerður.

 

Tillaga um breytingar á samþykktum

14.gr.

Stjórn félagsins skal kveðja til hluthafafundar, þegar hún telur þess þörf, svo og samkvæmt fundarályktun eða þegar endurskoðandi eða hluthafar, sem ráða yfir minnst 1/20 hlutafjárins, krefjast þess skriflega.

14. gr. samþykkta verði að öðru leyti óbreytt

 

Kjör stjórnar

Sjálfkjörið var í stjórn félagsins.

Aðalmenn: Árni Vilhjálmsson, Kristján Loftsson, Halldór Teitsson, Hjörleifur Jakobsson og Iða Brá Benediktsdóttir

Varamaður: Hanna Ásgeirsdóttir


Pièces jointes

HB Grandi hf_Arsskyrsla2010.pdf