Össur - uppgjör þriðja ársfjórðungs 2011


                                     Fréttatilkynning frá Össuri hf. nr. 11/2011
                                                     Reykjavík, 27. október 2011

GÓÐUR SÖLUVÖXTUR


Sala  -  Söluvöxtur  á  þriðja  ársfjórðungi  var 12%, mælt í staðbundinni mynt.
Heildarsalan  nam 101 milljón Bandaríkjadala samanborið  við 87 milljónir dala á
þriðja  ársfjórðungi  2010. Öll  landsvæði  og  vörumarkaðir sýndu vöxt á þessum
ársfjórðungi.  Sala á spelkum  og stuðningsvörum var  sérstaklega góð og skilaði
17% söluvexti,  mælt í staðbundinni mynt.  Söluvöxtur í stoðtækjum var jafnframt
góður eða 7%, mælt í staðbundinni mynt.

Arðsemi  - Arðsemi  Össurar er  áfram góð  og jókst  hagnaður félagsins um 165%
samanborið við þriðja ársfjórðung 2010. EBITDA nam 21 milljón Bandaríkjadala eða
21% af  sölu. Framlegð nam 64 milljónum dala eða 63% af sölu og hagnaður nam 11
milljónum dala eða 11% af sölu.

Jón Sigurðsson, forstjóri:
"Salan  á þriðja ársfjórðungi var mjög góð  og við erum ánægð með frammistöðuna,
enda  sýndu öll landsvæði og vörumarkaðir vöxt.  Gott og stöðugt framboð á nýjum
vörum  er mikilvægt fyrir vöxt félagsins og þær  vörur sem komu á markað á þessu
ári  og  því  síðasta  áttu  stóran  þátt  í þessari velgengni. Á ársfjórðungnum
kynntum  við enn eina vöruna í Bionic  vörulínu félagsins, SYMBIONIC LEG, sem er
sú  fyrsta sinnar  tegundar í  heiminum. Varan  sameinar eiginleika RHEO KNEE og
PROPRIO  FOOT og veitir  einstaka virkni fyrir  þá sem eru  aflimaðir fyrir ofan
hné.  Þessi  nýja  viðbót  í  Bionic  vörulínunni  staðfestir  forystu  okkar  í
rafeindastýrðum stoðtækjum með gervigreind."


Helstu tíðindi á fjórðungnum:

  * SYMBIONIC LEG kynntur - Í september var SYMBIONIC LEG kynntur á
    vörusýningunni AOPA í Bandaríkjunum. SYMBIONIC LEG sameinar þekkta virkni
    frá RHEO KNEE og PROPRIO FOOT í eina heildstæða lausn sem veitir einstaka
    virkni fyrir þá sem eru aflimaðir fyrir ofan hné. Þessi byltingarkennda vara
    er sú fyrsta sinnar tegundar á markaðnum.
  * Framleiðsla í Mexico - Verksmiðja Össurar í Mexíkó var formlega opnuð í
    september. Össur hóf uppbyggingu á verksmiðjunni fyrir ári síðan og hefur nú
    flutt framleiðslu á nokkrum vörulínum þangað frá Bandaríkjunum. Verksmiðjan
    er með hágæða tækjabúnað, vel menntað starfsfólk og viðurkennda
    framleiðsluferla.
  * Stöðugt framboð á nýjum vörum -  Á fjórðungnum voru sex nýjar vörur kynntar,
    fjórar spelkur og stuðningsvörur og tvær stoðtækjavörur. Framboð á nýjum
    vörum hefur verið stöðugt á þessu ári og gott jafnvægi á milli nýrra vara og
    vara sem hafa verið uppfærðar.


Áætlun  2011 -  Fyrir  árið  2011 gera  stjórnendur  ráð fyrir innri söluvexti á
bilinu   4-6%, mælt   í   staðbundinni   mynt,  og  að  EBITDA,  leiðrétt  fyrir
einskiptistekjum  og  -kostnaði,  verði  á  bilinu  20-21% af veltu fyrir árið í
heild. Engar breytingar hafa orðið frá áður birtri áætlun fyrir árið 2011.


Símafundur föstudaginn 28. október kl. 10:00

Á  morgun, föstudaginn 28. október 2011, verður haldinn símafundur þar sem farið
verður  yfir niðurstöður  þriðja ársfjórðungs.  Fundurinn hefst  kl. 10:00 GMT /
12:00 CET.   Á  fundinum  munu  þeir  Jón  Sigurðsson,  forstjóri, og Hjörleifur
Pálsson,  fjármálastjóri, kynna afkomu félagsins  og svara spurningum. Fundurinn
fer  fram á  ensku og  verður hægt  að fylgjast  með honum  á netinu  á slóðinni
www.ossur.com/investors

Símanúmer til að taka þátt í fundinum eru:
Evrópa: + 44 (0) 20 3043 2436 eða
+46(0)8 505 598 53
Bandaríkin: +1 866 458 40 87
Ísland: 800 8660

Nánari upplýsingar:

Jón Sigurðsson, forstjóri                sími: 515-1300

Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri       sími: 515-1300

Sigurborg Arnarsdóttir, fjárfestatengill sími: 664-1044


Vinsamlega athugið að þetta yfirlit nær aðeins yfir helstu þætti uppgjörsins.
Tilkynningu í fullri lengd á ensku er að finna áwww.ossur.com/investors

[HUG#1558939]

Pièces jointes