Afskráning Markaðsbréfa Landsbankans – stuttra


Stjórn Landsvaka hf., rekstrarfélag verðbréfa- og fjárfestingasjóða Landsbankans, hefur tekið ákvörðun um samruna verðbréfasjóðsins Markaðsbréfa Landsbankans – stuttra við verðbréfasjóðinn Markaðsbréf Landsbankans - löng.  Samruninn er framkvæmdur með hagsmuni hlutdeildarskírteinishafa að leiðarljósi.  Aðstæður fyrir blandaðan skuldabréfasjóð (sjóður sem fjárfestir í ríkisskuldabréfum, skuldabréfum sveitarfélaga, fjármálafyrirtækja og annarra fyrirtækja) með stuttan líftíma  eins og Markaðsbréf Landsbankans-stutt eru ekki góðar vegna lítils framboðs og fer samruninn fram í því ljósi.

Hlutdeildarskírteinishafar sjóðsins munu þann 26. janúar næstkomandi fá bréf þar sem samruninn verður nánar kynntur.  Samruninn fer fram þann 16. febrúar næstkomandi með flutningi allra verðbréfa í eigu Markaðsbréfa Landsbankans –stuttra í Markaðsbréf Landsbankans – löng. Eign hlutdeildarskírteinishafa verður flutt sjálfkrafa yfir í Markaðsbréf Landsbankans löng og enginn kostnaður fellur á  hlutdeildarskírteinishafa við þessa aðgerð.

Beiðni um afskráningu sjóðsins Markaðsbréfa Landsbankans – stuttra hefur verið send Kauphöll.

 

Frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Landsvaka hf. Ari Skúlason í síma 410-7406