Afkoma HB Granda á fyrri árshelmingi 2013


 

  • Rekstrartekjur samstæðunnar á fyrri árshelmingi ársins 2013 voru 99,3 m€, en voru 93,3 m€ árið áður.
  • EBITDA var 24,1 m€ (24,3%), en var 28,7 m€ (30,8%) árið áður.
  • Hagnaður tímabilsins var 16,2 m€. Árið áður nam tap tímabilsins 1,5 m€.

Rekstur fyrstu sex mánaða ársins 2013

Rekstrartekjur HB Granda hf. á fyrri helmingi ársins 2013 námu 99,3 m€, samanborið við 93,3 m€ árið áður. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 24,1 m€ eða 24,3% af rekstrartekjum, en var 28,7 m€ eða 30,8% árið áður. Lækkun rekstrarhagnaðar má rekja til hækkunar á veiðigjöldum en þau námu 7,2 m€ samanborið við 1,9 m€ fyrri helming ársins 2012. Áhrif fjáreignatekna og fjármagnsgjalda voru jákvæð um 2,9 m€, en voru neikvæð um 2,0 m€ á sama tíma árið áður. Áhrif hlutdeildarfélaga voru neikvæð um 1,5 m€. Hagnaður fyrir tekjuskatt var 19,8 m€ og hagnaður tímabilsins var 16,2 m€. Tekjuskattur að fjárhæð 3,6 m€ er reiknaður samkvæmt framtali í íslenskum krónum.

Laun og launatengd gjöld námu samtals 32,8 m€ (5,3 milljarðar króna), en 29,0 m€ (4,7 milljarðar króna) á sama tíma árið áður.

Efnahagur

Heildareignir félagsins námu 303,5 m€ í lok júní 2013. Þar af voru fastafjármunir 242,0 m€ og veltufjármunir 61,5 m€. Eigið fé nam 173,8 m€ og var eiginfjárhlutfall 57,3%, en var 55,6% í lok árs 2012. Heildarskuldir félagsins voru í júnílok 129,7 m€.

Sjóðstreymi

Handbært fé frá rekstri nam 20,6 m€ á fyrri helmingi ársins 2013, en 23,3 m€ á sama tíma fyrra árs. Nettó fjárfesting í rekstrarfjármunum nam 9,4 m€. Fjármögnunarhreyfingar námu 15,8 m€ og voru nettó afborganir langtímalána þar af 7,0 m€. Handbært fé lækkaði því um 4,6 m€ og var í lok júní 4,0 m€.

Meginniðurstöður færðar til íslenskra króna

Séu niðurstöður rekstrarreiknings reiknaðar til íslenskra króna á meðalgengi fyrri helmings ársins 2013 (1 evra = 162,5 kr) verða tekjur 16,1 milljarðar króna, EBITDA 3,9 milljarður og hagnaður 2,6 milljarðar. Séu niðurstöður efnahagsreiknings reiknaðar til íslenskra króna á gengi 30. júní 2012 (1 evra = 160,7 kr) verða eignir samtals 48,7 milljarðar króna, skuldir 20,8 milljarðar og eigið fé 27,9 milljarðar.

Skipastóll og afli

Breytingar sem kynntar vour á skipastól félagsins í febrúar s.l. hafa gengið eftir. Venus kom úr sinni síðustu veiðiferð þann 3. júlí s.l. og frystitogarinn Helga María sigldi til Póllands í breytingar í júní. Áætlað er að Helga María haldi til veiða sem ísfisktogari um miðjan nóvember n.k.

Á fyrri helmingi ársins 2013 var afli skipa félagsins 29 þúsund tonn af botnfiski og 102 þúsund tonn af uppsjávarfiski.

 
Sjá lykiltölur, árshlutareikning og fréttatilkynningu í viðhengjum.


Pièces jointes

HB Grandi hf Lykiltölur 30.06.2013.pdf HB Grandi hf Árshlutareikn 30.06.2013.pdf Fréttatilkynning HB Grandi hf 30.06.2013.pdf