Mosfellsbær stækkar skuldabréfaflokk


Mosfellsbær hefur stækkað skuldabréfaflokkinn MOS 13 1 um 400 milljónir að nafnverði. Skuldabréfin voru seld í lokuðu útboði á ávöxtunarkröfunni 3,15%. Heildarstærð flokksins eftir stækkun er kr. 1.000.00 0.000 að nafnverði.

Gert er ráð fyrir að nýju skuldabréfin verði tekin til viðskipta á aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. föstudaginn 14. febrúar nk.

H.F. Verðbréf hf. hafði umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna og töku þeirra til viðskipta.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Haraldur Sverrisson,
bæjarstjóri Mosfellsbæjar

Sími: 525-6700