Afkoma Reita II á árinu 2013


Hagnaður Reita II ehf. á árinu 2013 nam 1.200 milljónum króna samanborið við 1.929 milljón króna tap á árinu áður. Rekstrarhagnaður félagsins á árinu var 1.118 milljónir króna samanborið við 1.158 milljón króna á árinu 2012.

Rekstrartekjur félagsins á árinu 2013 námu 1.699 milljónum króna samanborið við 1.671 milljónir króna árið áður. Matshækkun fjárfestingareigna nam 2.180 millj. kr. en árið áður var matslækkun að fjárhæð 1.138 millj. kr.

Lykiltölur:

  • Heildareignir námu 21.919 milljónum króna þann 31. desember 2013 sem er hækkun um 2.259 milljónir króna frá árslokum 2012.
  • Eigið fé félagsins var 1.172 milljónir króna í lok ársins.
  • Rekstrartekjur ársins námu námu 1.699 milljónum króna samanborið við 1.671 milljónir króna árið áður.

Reitir II á og rekur 17 fasteignir á Íslandi og er félagið eitt af 8 dótturfélögum í 100% eigu Reita fasteignafélags hf. í árslok 2013. Upplýsingar um afkomu sam­stæðunnar, Reita fasteignafélags, má finna á www.reitir.is.

Móðurfélag Reita II ehf., Reitir fasteignafélag hf., hyggur á skráningu í Kauphöll á árinu 2014 í kjölfar endurfjármögnunar á hluta skulda samstæðunnar. Endurfjármögnunin mun hafa töluverð áhrif á eigið fé Reita II ehf. og lánskjör.

Aðalfundur félagsins verður haldinn þann 30. apríl 2014.

Nánari upplýsingar veitir Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri Reita, í síma 575 9000 og netfanginu einar@reitir.is.


Pièces jointes

Reitir II - ársreikningur 2013.pdf