NASDAQ OMX Iceland hf. (Kauphöllin) hefur samþykkt ósk HB Granda hf. (HB Grandi) (kt. 541185-0389) um afskráningu hlutabréfa félagsins af First North Iceland og samþykkt töku hlutabréfanna til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar (Aðalmarkaður). Síðasti viðskiptadagur hlutabréfa HB Granda á First North Iceland er 23. apríl nk. og verða bréfin tekin til viðskipta á Aðalmarkaðnum næsta viðskiptadag eða 25. apríl nk.
Nafn félags HB Grandi hf.
Auðkenni GRND
Markaður First North Iceland / 101
Síðasti viðskiptadagur 23. apríl 2014
ISIN kóði IS0000000297
Orderbook ID 36551