Aðalfundur Reita II ehf. var haldinn miðvikudaginn 30. apríl 2014 á skrifstofu félagsins í Reykjavík.
Helstu niðurstöður fundarins voru eftirfarandi:
- Ársreikningur vegna ársins 2013 var samþykktur.
- Samþykkt var tillaga um að greiða ekki út arð vegna ársins 2013.
- Samþykkt var tillaga um að starfskjarastefna félagsins verði sú sama og hjá móðurfélaginu, Reitum fasteignafélagi hf.
- Aðalfundur kaus KPMG ehf. sem endurskoðunarfélag Reita II ehf. til næsta árs.
- Samþykkt var tillaga um að stjórnarmenn fái áfram enga þóknun fyrir störf sín.