Árshlutareikningur Landsnets hf. fyrir tímabilið janúar-júní 2014

Hagnaður tímabilsins nam 1.231 milljónum króna


Hagnaður Landsnets hf. samkvæmt rekstrarreikningi nam 1.231 mkr.  fyrstu 6 mánuði ársins 2014 samanborið við hagnað að fjárhæð 1.488 mkr. fyrir sama tímabil árið 2013.  Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) nam 4.446 mkr. samanborið 4.850 mkr. á sama tímabili fyrra árs og lækkar um 404 mkr. á milli ára.  Hrein fjármagnsgjöld nema samtals 1.565 mkr. á tímabilinu en voru 1.762 mkr. á sama tímabili ársins 2013. Hrein fjármagnsgjöld lækka því um 197 mkr. á tímabilinu janúar-júní 2014 í samanburði við sama tímabil 2013.

Eiginfjárhlutfall í lok júní var 21,4% samanborið við 19,9% í lok ársins 2013. Eigið fé í lok tímabilsins nam 16.678 mkr. samanborið við 15.446 í lok árs 2013. Heildareignir félagsins í lok júní námu 78.076 mkr. samanborið við 77.608 mkr. í lok árs 2013. Heildarskuldir námu 61.398 mkr.  samanborið við 62.162 mkr. í lok árs 2013.

Lausafjárstaða félagsins er sterk, í lok júní nam handbært fé 8.718 mkr. Handbært fé frá rekstri fyrstu 6 mánuði ársins nam 1.612 mkr.

Árshlutareikningur Landsnets hf. var samþykktur á fundi stjórnar 7. ágúst 2014.

Frekari upplýsingar veitir:
Guðlaug Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri fjármála, sími 563 9311 eða netfang gudlaugs@landsnet.is


Pièces jointes

Landsnet árshlutareikn 300614.pdf Landsnet Tilkynning.pdf