Garðabær, í samstarfi við Markaði Íslandsbanka, mun þann 31. ágúst næstkomandi bjóða til sölu skuldabréfið GARD 13 1 sem er stækkanlegur skuldabréfaflokkur sveitarfélagsins. Sala hinna nýju skuldabréfa fer fram í samræmi við samþykkt bæjarráðs Garðabæjar 7. ágúst og verður salan með útboðsfyrirkomulagi. Leitað verður tilboða í lántöku að fjárhæð allt að kr. 470.000.000 með stækkun á flokknum. Áhugasömum fjárfestum er bent á að hafa samband við Verðbréfamiðlun Íslandsbanka. Tekið verður við tilboðum til klukkan 16:00 mánudaginn 31. ágúst n.k. Garðabær áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum að hluta til eða í heild. Gert er ráð fyrir skuldabréfin verði tekin til viðskipta hjá NASDAQ OMX Iceland þann 7. september n.k.
Allar nánari upplýsingar varðandi skuldabréfin og skuldabréfaútboðið eru veittar af Verðbréfamiðlun Íslandsbanka.