Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2016 og næstu þrjú ár


Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2016 og næstu þrjú ár þar á eftir var lögð fram í bæjarráði Garðabæjar í morgun. Bæjarráð vísaði áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn 5. nóvember nk.

Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að tekjur nemi 11.486 millj. kr., gjöld fyrir fjármagnsliði nemi 10.445 millj. kr. og fjármagnsliðir 716 m.kr.

Áætlunin gerir ráð fyrir að rekstrarafgangur verði 325 m.kr. Áætlað er að framkvæmdir nemi 1.030 millj. kr. Gert er ráð fyrir að íbúum fjölgi um 1,5% árlega.

Helstu kennitölur í rekstri eru að framlegð er 15,8% og veltufé frá rekstri er 13,5%.  Skuldahlutfall er 92,9%.


Pièces jointes

Áætlun til fyrri umræðu 26.10,2015.pdf