Afkoma Reita II á fyrri árshelmingi 2016


Hagnaður Reita II ehf. á fyrri helmingi ársins 2016 nam 643 milljónum króna samanborið við 776 milljóna króna hagnað á sama tímabili árið áður. Rekstrarhagnaður félagsins á tímabilinu nam 582 milljónum króna samanborið við 628 milljónir króna árið áður. Matsbreyting fjárfestingareigna Reita II á fyrstu sex mánuðum ársins var 182 milljónir en hún var 375 milljónir króna á sama tíma árið áður. 

Reitir II ehf. er eitt af dótturfélögum í 100% eigu Reita fasteignafélags hf. Upplýsingar um afkomu móðurfélagsins, Reita fasteignafélags hf, má finna á www.reitir.is.

Nánari upplýsingar veitir Einar Þorsteinsson fjármálastjóri í síma 575 9000 eða 669 4416 (einar@reitir.is).


Pièces jointes

Reitir II ehf 30.06.2016 Árshlutareikningur.pdf