Með bréfi dagsettu í dag mun Reitir II ehf. fara þess á leit við eigendur skuldabréfa í skuldabréfaflokknum LAFL 03 1 að þeir samþykki fyrirhugaða afskráningu skuldabréfaflokksins úr kauphöll.
Fyrirhuguð afskráning er hluti af skipulagsbreytingum í samstæðu Reita fasteignafélags hf., móðurfélags útgefanda, þar sem dótturfélögum samstæðunnar hefur verið fækkað í þeim tilgangi að skerpa áherslur í rekstri og eignarhaldi á fasteignum. Engar aðrar breytingar eru fyrirhugaðar á skuldabréfunum, tryggingum fyrir þeim eða öðru sem þeim tengist.
Í bréfinu verður óskað eftir svari við umræddri beiðni fyrir þann 12. júní næstkomandi.
Nánari upplýsingar veitir Einar Þorsteinsson í síma 575 9000 eða 669 4416.