Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021


Fimmtudaginn 2. nóvember 2018 var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og stofnana fyrir árið 2018 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2019-2021.  Seinni umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 er áætluð seint í nóvember n.k..

Nokkur óvissa er um endanlega niðurstöðu áætlunarinnar vegna uppgjörs á lífeyrisskuldbindingum og tekjuáhrifa af úthlutun jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir árið 2018.  Gert er ráð fyrir að bæði þessi mál verði útkljáð á milli umræðna.  

Heildartekjur samstæðu A og B hluta eru áætlaðar 6.474 m.kr. á árinu 2018 en heildarkostnaður 5.804 m.kr. Þar af eru launaliðir 3.388 m.kr., annar rekstrarkostnaður 1.917 m.kr. og afskriftir 497 m.kr. Heildartekjur í A-hluta eru áætlaðar 5.035 m.kr. en heildarkostnaður 4.769 m.kr. Þar af eru launaliðir 3.101 m.kr., annar rekstrarkostnaður 1.426 m.kr. og afskriftir 241 m.kr.

Rekstrarafgangur samstæðu A og B hluta fyrir fjármagnsliði er áætlaður 670 m.kr. Þar af er rekstrarafgangur A hluta 266 m.kr. Að teknu tilliti til fjármagnsliða verður rekstrarafgangur samstæðunnar 309 m.kr. en rekstrarhalli í A hluta að fjárhæð 3,7 m.kr. Hrein fjármagnsgjöld samstæðu eru áætluðuð 360 m.kr. og 269 m.kr. hjá A-hluta.

Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 8.877 m.kr. í árslok 2018 hjá samstæðu A og B hluta og 8.125 m.kr. hjá A hluta. Þar af eru reiknaðar lífeyrisskuldbindingar 2.437 m.kr. hjá samstæðu og 2.277 m.kr. hjá A-hluta. Á meðal langtímaskulda í efnahagsreikningi eru skuldir við lánastofnanir 5.059 m.kr. og reiknaðar leiguskuldir 62 m.kr. hjá samstæðu. Hjá A hluta eru skuldir við lánastofnanir á meðal langtímaskulda að fjárhæð 3.327 m.kr. og reiknaðar leiguskuldir að fjárhæð 58 m.kr.

Eigið fé samstæðunnar er áætlað 4.311 m.kr. í árslok 2018 og eiginfjárhlutfall 32,7%. Í A hluta er eigið fé einnig áætlað jákvætt eða um 278 m.kr. í árslok 2018.

Í sjóðstreymisyfirliti er handbært fé frá rekstri í samstæðu 2018 áætlað 1.035 m.kr., afborganir langtímalána eru áætlaðar 488 m.kr. og fjárfestingar 794 m.kr.  Lækkun á handbæru fé á árinu er áætluð um 220 m.kr. Handbært fé frá rekstri  í A hluta  nemur 410 m.kr. og greiðslur B hluta til A hluta af langtímakröfum eru um 17 m.kr.

Afborganir langtímalána eru áætlaðar 326 m.kr. í A hluta. Áætlað er að taka lán að upphæð 460 m.kr. á árinu vegna afborgana lána, framkvæmda Eignarsjóðs, fjármögnunar á viðskiptastöðu við B hluta fyrirtæki umfram handbært fé frá rekstri A hluta og til að tryggja sjóðsstöðu Fjarðabyggðar. Handbært fé í árslok 2018 er áætlað 225 m.kr. með fyrrgreindri lántöku.

Samkvæmt fjárhagsáætlun er framlegðarhlutfall (EBIDTA) 18% í samstæðu og 10% í A hluta. 

Heildarfjárfesting á árinu 2018 er áætluð samtals 794 m.kr. nettó, þar af 234 m.kr. í A hluta. Ráðgert er að verja 356 m.kr. í fjárfestingar hafnarmannvirkja, 234 m.kr. í fjárfestingar A hluta og 204 m.kr. í verkefni annarra B hluta stofnana.  Ráðgert er að selja íbúðir úr félagslega kerfinu fyrir 7 m.kr.

Til viðhaldsverkefna á fasteignum Fjarðabyggðar og leiguíbúðum er gert ráð fyrir að verja um 143 m.kr.

Nánari upplýsingar um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar veita Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri og Snorri Styrkársson fjármálastjóri í síma 470-9000.


Pièces jointes

Fjárhagsáætlun_2018_tillaga fyrir bæjarstjórn 2-11-2017.pdf Fjárhagsáætlun_2019-2021_ tillaga fyrir bæjarstjórn 2-11-2017.pdf