Hæstiréttur Íslands hefur vísað frá dómi meðalgöngusök Þorsteins Hjaltested á hendur Kópavogsbær og fleirum


Hinn 10. janúar 2017 tilkynnti Kópavogsbær til Kauphallar Íslands að Þorsteinn Hjaltested hefði með meðalgöngustefnu höfðað mál á hendur Kópavogsbæ vegna eignarnáms bæjarins í landi Vatnsenda árið 2007. Var dómkrafa Þorsteins á hendur bænum að fjárhæð kr. 27.541.702.570.

 

Eins og áður segir hefur Hæstiréttur Íslands nú vísað kröfum Þorsteins frá dómi, sbr. dóm réttarins í máli nr. 711/2017.