Garðabær, 7. febrúar 2018
Garðabær efnir til útboðs á skuldabréfum á mánudaginn 12. febrúar næstkomandi. Boðin verða til sölu skuldabréf í nýjum skuldabréfaflokki, GARD 160238, en um er að ræða verðtryggð jafngreiðslubréf til 20 ára. Útboð skuldabréfanna verður með „hollensku fyrirkomulagi“, þ.e. hæsta samþykkta ávöxtunarkrafa ræður vaxtakjörum bréfsins sem selst á pari.
Gert er ráð fyrir að uppgjör viðskiptanna verði föstudaginn 16. febrúar næstkomandi og töku skuldabréfanna til viðskipta fyrir lok febrúar.
Íslandsbanki hefur umsjón með útgáfu og útboði skuldabréfanna en tekið verður við tilboðum til klukkan 16:00 mánudaginn 12. febrúar næstkomandi. Garðabær áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum að hluta til eða í heild. Allar nánari upplýsingar eru veittar af Verðbréfamiðlun Íslandsbanka.