Skuldabréf Icelandair hf. (auðkenni: ICEAIR 15 1) hafa hlotið athugunarmerkingu með tilvísun í tilkynningu Icelandair hf. sem birtist þann 30. október 2018 kl. 19:23:37 CET, í ljósi þess útgefandi uppfyllir ekki ákveðin fjárhagsleg skilyrði skuldabréfsins.
Athugunarmerkingin er framkvæmd með vísan til ákvæðis 8.2 í reglum fyrir útgefendur fjármálagerninga. Í ákvæðinu kemur fram að Kauphöllin geti ákveðið að athugunarmerkja fjármálagerninga viðkomandi útgefanda tímabundið ef óvissa ríkir um verðmyndun þeirra.