Reykjavík, 18. desember, 2018 — Nasdaq (NASDAQ:NDAQ) tilkynnti í dag niðurstöður endurskoðunar á First North 25 vísitölunni (Auðkenni: FN25), sem gerð er tvisvar á ári. Endurskoðuð samsetning tekur gildi miðvikudaginn, 2. janúar 2019.
Ný félög í vísitölunni eru Maha Energy AB A (MAHA A), Iceland Seafood International (ICESEA), IRLAB Therapeutics AB ser. A (IRLAB A), aXichem AB ser. A (AXIC A) og CELLINK AB ser. B (CLNK B). GomSpace Group AB (GOMX), HRC World Plc (HRC), Next Games Oyj (NXTGMS) og SaltX Technology Holding AB se (SALT B) fara úr henni.
Frá og með áramótum verða því tvö íslensk félög í FN25 vísitölunni. Kvika banki er fyrir í henni og Iceland Seafood International kemur nýtt inn.
First North 25 er vísitala þeirra 25 félaga sem eru stærst og mest er átt viðskipti með á Nasdaq First North markaðnum. Félög eru valin í FN25 vísitöluna í tveggja þrepa ferli eins og hér segir:
- 30 stærstu félögin að markaðsvirði fundin.
- Af þeim eru þau 25 hlutabréf valin sem mest viðskipti voru með á undanförnum sex mánuðum. Þessi félög eru valin í vísitöluna.
FN25 vísitalan er endurskoðuð tvisvar á ári, í janúar og júlí.
Samsetning FN 25 vísitölunnar frá og með 2. janúar 2019 verður eftirfarandi:
Aspire Global plc |
Kvika banki hf. |
aXichem AB ser. A | Maha Energy AB A |
BIMobject AB | Nordic Leisure AB |
CELLINK AB ser. B | Paradox Interactive AB |
Cibus Nordic Real Estate AB | PowerCell Sweden AB |
Cinnober Financial Technology | SamhAllsbyggnadsbolaget i Nord |
Climeon AB ser. B | Sdiptech AB B |
Detection Technology Oyj | Sedana Medical AB |
Fastighets AB Trianon ser. B | Stillfront Group AB |
Global Gaming 555 AB | THQ Nordic AB ser. B |
Iceland Seafood International | Verkkokauppa.com Oyj |
IRLAB Therapeutics AB ser. A | Vostok Emerging Finance Ltd |
Kambi Group plc |
Um Nasdaq First North
Nasdaq First North er skilgreint sem markaðstorg fjármálagerninga (e. Multilateral Trading Facility) rekið af Nasdaq Nordic kauphöllunum (Nasdaq First North Denmark er skilgreint sem hliðarmarkaður). Markaðurinn hefur ekki lögbundinn sess sem skipulegur verðbréfamarkaður innan Evrópusambandsins. Félög á Nasdaq First North lúta reglum Nasdaq First North en ekki þeim lagalegu kvöðum sem fylgja því að skrá fyrirtæki á skipulegan verðbréfamarkað. Áhættan við slíka fjárfestingu getur verið meiri en á Aðalmarkaði.
Um Nasdaq
Nasdaq (Nasdaq:NDAQ) er leiðandi á alþjóðavísu í þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta, kauphallartækni, eftirlits, skráninga, upplýsingaþjónustu og þjónustu við skráð fyrirtæki í sex heimsálfum. Nasdaq gerir viðskiptavinum sínum kleift að skipuleggja, hagræða og framkvæma framtíðarsýn sína í viðskiptum af öryggi, með margreyndri tækni sem veitir gagnsæi og innsýn í nútíma alþjóðlega fjármálamarkaði. Nasdaq er frumkvöðull í rafrænum kauphallarviðskiptum, en tækni þess er notuð á yfir 90 mörkuðum í 50 löndum og knýr um það bil ein af hverjum 10 viðskiptum í heiminum. Nasdaq er heimili meira en 4000 skráðra fyrirtækja að markaðsvirði yfir 15 billjón Bandaríkjadala. Fyrir meiri upplýsingar, heimsæktu http://business.nasdaq.com/
Fyrirvari vegna staðhæfinga um framtíðarhorfur
Þau mál sem hér er skýrt frá taka til staðhæfinga um framtíðarhorfur sem gerðar eru samkvæmt svonefndum Safe Harbor ákvæðum í bandarískum verðbréfalögum frá 1995 (Private Securities Litigation Reform Act of 1995). Þessar staðhæfingar taka meðal annars til en takmarkast þó ekki við staðhæfingar um afurðir og þjónustu Nasdaq. Við minnum á að þessar staðhæfingar eru ekki trygging fyrir framtíðarafkomu. Raunveruleg niðurstaða kann að vera allt önnur en sú sem fram kemur berum orðum eða með öðrum hætti í staðhæfingum um framtíðarhorfur. Í staðhæfingum um framtíðarhorfur eru ýmsir áhættu- og óvissuþættir eða aðrir þættir sem Nasdaq hefur ekki stjórn á. Þessir þættir byggjast á en takmarkast þó ekki við þætti sem gerð er grein fyrir í ársskýrslu Nasdaq á svonefndu Form 10-K og árshlutaskýrslum sem sendar eru til bandaríska verðbréfaeftirlitsins. Við tökumst ekki á hendur neinar skuldbindingar um að endurskoða að neinu leyti staðhæfingar um framtíðarhorfur.
Nasdaq Nordic lýsir sameiginlegri þjónustu Nasdaq Copenhagen, Nasdaq Helsinki, Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm.
FJÖLMIÐLASAMSKIPTI:
Kristín Jóhannsdóttir
868 9836
kristin.johannsdottir@nasdaq.com