Íbúðalánasjóður hefur náð samningum við Arion banka um að endurfjárfesta um 50 milljörðum króna af lausafé sjóðsins með kaupum á safni af verðtryggðum íbúðalánum af bankanum. Arion banki mun áfram þjónusta og innheimta lánin. Fjármunirnir eru að mestu leyti greiðsla sem sjóðurinn fær til sín þegar Arion banki greiðir upp sértryggðan skuldabréfaflokk síðar í haust. Afar mikilvægt er fyrir sjóðinn að endurfjárfesta lausafjármunum sínum með þessum hætti í sambærilegum tryggum fjárfestingarflokkum sem gefa sjóðnum góða ávöxtun til langs tíma.
Framangreind kaup eru mikilvægt skref í fjárstýringu sjóðsins sem miðar að því að lágmarka tap hans af uppgreiðslum veittra lána og að fjármagna greiðslu vaxta og afborgana af eldri skuldabréfaútgáfu sjóðsins. Skuldir Íbúðalánasjóðs eru nær allar verðtryggðar til langs tíma.. Stærstur hluti eigna sjóðsins eru verðtryggð íbúðalán en miklar uppgreiðslur þeirra hafa valdið því að safnast hefur upp mikið lausafé. Sjóðnum er ætlað að halda sem mestu jafnvægi milli eigna og skuldbindinga og því er mikilvægt fyrir sjóðinn að geta fest fé í verðtryggðum eignum til lengri tíma. Möguleikar sjóðsins til fjárfestinga á markaði hafa verið takmarkaðir vegna takmarkaðs framboðs og mikillar eftirspurnar eftir verðtryggðum eignum síðustu misserin. Því er hagstætt fyrir sjóðinn, út frá sjónarhóli fjár- og áhættustýringar, að hafa tryggt sér umtalsvert magn vaxtaberandi verðtryggðra lána í einum viðskiptum. Gert er ráð fyrir að kaupin gangi í gegn um leið og öll skilyrði hafa verið uppfyllt og viðeigandi eftirlitsaðilar hafa veitt samþykki sitt.
Íbúðalánasjóður hefur náð samningum við Arion banka um að endurfjárfesta um 50 milljörðum króna af lausafé sjóðsins með kaupum á safni af verðtryggðum íbúðalánum af bankanum. Arion banki mun áfram þjónusta og innheimta lánin. Fjármunirnir eru að mestu leyti greiðsla sem sjóðurinn fær til sín þegar Arion banki greiðir upp sértryggðan skuldabréfaflokk síðar í haust. Afar mikilvægt er fyrir sjóðinn að endurfjárfesta lausafjármunum sínum með þessum hætti í sambærilegum tryggum fjárfestingarflokkum sem gefa sjóðnum góða ávöxtun til langs tíma.
Framangreind kaup eru mikilvægt skref í fjárstýringu sjóðsins sem miðar að því að lágmarka tap hans af uppgreiðslum veittra lána og að fjármagna greiðslu vaxta og afborgana af eldri skuldabréfaútgáfu sjóðsins. Skuldir Íbúðalánasjóðs eru nær allar verðtryggðar til langs tíma.. Stærstur hluti eigna sjóðsins eru verðtryggð íbúðalán en miklar uppgreiðslur þeirra hafa valdið því að safnast hefur upp mikið lausafé. Sjóðnum er ætlað að halda sem mestu jafnvægi milli eigna og skuldbindinga og því er mikilvægt fyrir sjóðinn að geta fest fé í verðtryggðum eignum til lengri tíma. Möguleikar sjóðsins til fjárfestinga á markaði hafa verið takmarkaðir vegna takmarkaðs framboðs og mikillar eftirspurnar eftir verðtryggðum eignum síðustu misserin. Því er hagstætt fyrir sjóðinn, út frá sjónarhóli áhættustýringar, að hafa tryggt sér umtalsvert magn vaxtaberandi verðtryggðra lána í einum viðskiptum. Gert er ráð fyrir að kaupin gangi í gegn um leið og öll skilyrði hafa verið uppfyllt og viðeigandi eftirlitsaðilar hafa veitt samþykki sitt.