Árshlutareikningur Byggðastofnunar janúar-júní 2019


Árshlutareikningur Byggðastofnunar janúar-júní 2019
Árshlutareikningur Byggðastofnunar fyrir tímabilið janúar-júní 2019, var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 30. ágúst 2019.
Hagnaður tímabilsins nam 24,7 milljónum króna.  Eiginfjárhlutfall í lok júní skv. eiginfjárákvæðum laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki var 20,07%.
Um stofnunina gilda lög um Byggðastofnun nr. 106/1999 og reglugerð nr. 347/2000. Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu. Í samræmi við hlutverk sitt undirbýr, skipuleggur og fjármagnar stofnunin verkefni og veitir lán með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. Fjármögnun verkefna skal eftir föngum vera í samstarfi við aðra. Stofnunin skipuleggur og vinnur að atvinnuráðgjöf í samstarfi við atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og aðra haghafa.  Byggðastofnun fylgist með þróun byggðar í landinu, m.a. með gagnasöfnun og rannsóknum. Stofnunin getur gert eða látið gera áætlanir um þróun byggðar og atvinnulífs í þeim tilgangi að treysta búsetu og atvinnu í byggðum landsins.
Helstu niðurstöður úr árshlutareikningi Byggðastofnunar janúar-júní 2019

  • Hagnaður tímabilsins nam 24,7 milljónum króna.
  • Eiginfjárhlutfall skv. lögum um fjármálafyrirtæki var 20,07% en skal að lágmarki vera 8% auk 1,25% sveiflujöfnunarauka og 2,5% verndunarauka, eða samtals 12,25%.  Þann 1. febrúar 2020 mun sveiflujöfnunarauki verða 2,0% þannig að samanlögð krafa um eiginfjárauka veðrur 12,50%
  • Hreinar vaxtatekjur voru 253 milljónir króna eða 41,5% af vaxtatekjum, samanborið við 227,6 milljónir króna (44,4% af vaxtatekjum) hreinar vaxtatekjur árið 2018.
  • Laun og annar rekstrarkostnaður nam 288,4 milljónum króna samanborið við 265,8 milljónir árið 2018.
  • Eignir námu 17.052 milljónum króna og hafa hækkað um 2.166 milljónir frá árslokum 2018.  Þar af voru útlán 13.039 milljónir samanborið við 12.113 milljónir í lok árs 2018.
  • Skuldir námu 13.907 milljónum króna og hækkuðu um 2.141 milljónir frá árslokum 2018.

Horfur
Eiginfjárstaða stofnunarinnar er áfram sterk og gefur henni færi á að vera öflugur bakhjarl fyrirtækja á landsbyggðinni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar í síma 455 5400 eða á netfanginu adalsteinn@byggdastofnun.is


Lykiltölur úr árshlutareikningi og samanburður við fyrri ár

  30.6.2019 2018 30.6.2018 2017 30.6.2017 2016
  Þús. kr. Þús. kr. Þús. kr. Þús. kr. Þús. kr. Þús. kr.
Rekstrarreikningur       
Vaxtatekjur 610.106 1.098.491 512.974 855.106 440.926 805.887
Vaxtagjöld 356.982 630.646 285.375 428.828 226.803 375.330
Hreinar vaxtatekjur 253.123 467.845 227.599 426.278 214.123 430.558
Rekstrartekjur 281.410 616.573 296.438 549.588 237.699 509.380
Hreinar rekstrartekjur 534.533 1.084.418 524.037 975.866 451.822 939.937
       
Rekstrargjöld 509.786 971.031 461.344 876.235 471.892 782.821
Hagnaður (-tap) ársins 24.747 113.387 62.693 99.631 -20.070 157.116
       
Með rekstrargjöldum eru færð framlög í afskriftareikning útlána og matsbr. hlutafjár       
Framl. í afskriftarr. útlána og matsbr. hlutaf. 78.868 114.851 25.226 111.179 82.239 83.184
       
Efnahagsreikningur 30.6.2019 31.12.2018 30.6.2018 31.12.2017 30.6.2017 31.12.2016
Eignir       
Bankainnistæður 2.196.940 1.102.471 1.188.208 1.089.861 1.709.560 2.757.542
Útlán til viðskiptavina 13.039.452 12.113.274 12.078.084 10.463.653 10.008.823 9.679.575
Fullnustueignir 363.902 347.510 330.010 340.510 385.010 445.552
Veltuhlutabréf 587.355 571.706 564.108 594.926 639.065 683.414
Hlutdeildarfélög 674.017 642.237 647.421 576.288 540.458 499.258
Skuldunautar 6.023 29.713 4.535 14.147 6.470 18.689
Varanlegir rekstrarfjármunir 184.794 79.403 69.416 53.858 62.168 56.194
Eignir samtals 17.052.483 14.886.313 14.881.780 13.133.244 13.351.555 14.140.223
       
Skuldir og eigið fé       
Lántökur og skuldabréfaútgáfur 13.678.567 11.504.095 11.641.706 9.920.045 10.303.458 11.003.741
Óráðstöfuð framlög 96.590 123.593 60.030 130.852 92.607 141.783
Aðrar skuldir 131.899 137.944 110.057 75.053 67.896 87.037
Skuldir samtals 13.907.056 11.765.633 11.811.793 10.125.951 10.463.962 11.232.561
       
Eigið fé 3.145.427 3.120.680 3.069.987 3.007.293 2.887.593 2.907.663
Skuldir og eigið fé samtals 17.052.483 14.886.313 14.881.780 13.133.244 13.351.555 14.140.223
       
       
Sjóðstreymi 30.6.2019 2018 30.6.2018 2017 30.6.2017 2016
Handbært fé (-til) frá rekstri 75.290 248.164 -10.848 290.075 151.600 241.768
Fjárfestingarhreyfingar -767.911 -1.327.614 -1.436.272 -765.620 -511.135 -738.880
Fjármögnunarhreyfingar 1.787.092 1.092.060 1.545.468 -1.192.136 -688.446 173.422
Hækkun/(-lækkun) á handbæru fé 1.094.470 12.610 98.347 -1.667.681 -1.047.981 -323.690
Handbært fé í ársbyrjun 1.102.471 1.089.861 1.089.861 2.757.542 2.757.542 3.081.232
Handbært fé í árslok/lok tímabils 2.196.940 1.102.471 1.188.208 1.089.861 1.709.560 2.757.542
       
Eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði 20,07% 21,45% 21,73% 23,57% 23,06% 22,74%

Viðhengi


Pièces jointes

Fréttatilkynning v árshlutauppgjörs 30.06.2019 Byggðastofnun Árshlutauppgjör 30.06.2019 - Undirritaður