Samkvæmt fyrirliggjandi tölum er ljóst að ávöxtun af verðbréfaeign félagsins verður talsvert verri en spá fyrir 3. ársfjórðung gerir ráð fyrir. Spáin gerir ráð fyrir að fjárfestingatekjur og aðrar tekjur muni nema 215 m.kr. Miðað við núverandi raunstöðu verða fjárfestingatekjur og aðrar tekjur neikvæðar á 3. ársfjórðungi á bilinu 225-275 m.kr. Lang stærsti hluti fráviksins skýrist af óvæntri og verulegri niðurfærslu á gengi fasteignasjóðs, en einnig er verri afkoma af hlutabréfum og hlutabréfasjóðum sem skýrist af lækkunum á markaði frá því að spáin var gefin út. Þar sem fjórðungurinn er ekki á enda þá er enn nokkur óvissa í framangreindum tölum.
Uppgjör fyrir 3. ársfjórðung verður birt þann 23. október nk. og samhliða verður birt uppfærð rekstrarspá fyrir næstu fjóra ársfjórðunga.
Nánari upplýsingar veitir Sigurður Viðarsson, forstjóri TM.
Sími: 5152609
Sigurdur@tm.is