Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemdir við kaup TM á Lykli fjármögnun hf.


Vísað er til tilkynningar TM frá 10. október sl. varðandi kaup þess á Lykli fjármögnun hf. Nú hefur Samkeppniseftirlitið tilkynnt ákvörðun sína varðandi kaupin með svofelldum ákvörðunarorðum: „Kaup Tryggingamiðstöðvarinnar hf. á Lykli fjármögnun hf. fela í sér samruna í skilningi samkeppnislaga. Samkeppniseftirlitið telur ekki forsendur til þess að hafast frekar að í máli þessu.“

Á hluthafafundi í TM 13. nóvember sl. voru kaupin samþykkt eins og áður hefur verið gert kunnugt. Með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hefur tveimur af þremur fyrirvörum, sem kaupin á Lykli eru háð, verið aflétt.