Origo hf. - Framboð til stjórnar á aðalfundi félagsins 6. mars 2020


Reykjavík, 2. mars 2020

Eftirtalin hafa gefið kost á sér til setu í stjórn Origo hf., sem kjörin verður á aðalfundi félagsins þann 6. mars næstkomandi:

1.    Guðmundur Jóhann Jónsson, kennitala: 041159-2439
2.    Hildur Dungal, kennitala: 140571-3859
3.    Hjalti Þórarinsson, kennitala: 290175-3649
4.    Ívar Kristjánsson, kennitala: 011069-5099
5.    Svafa Grönfeldt, kennitala: 290365-3769

Guðmundur Jóhann Jónsson tók sæti varamanns í stjórn Origo hf. (áður Nýherja) 1999 og hefur gegnt hlutverki vara- og aðalmanns frá þeim tíma til dagsins í dag.  Guðmundur, sem er forstjóri tryggingafélagsins Varðar, útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Seattle University á árinu 1985 og lauk MBA prófi frá Edinborgarháskóla á árinu 2000. Hann hefur auk setu í stjórn Nýherja setið í stjórnum nokkurra annarra fyrirtækja. Hann situr í stjórn Viðskiptaráðs Íslands. 

Hildur Dungal tók sæti í aðalstjórn Origo hf. (áður Nýherja hf.) í febrúar árið 2011. Hún útskrifaðist með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hún gegndi starfi forstjóra Útlendingastofnunar, starfaði um árabil hjá dómsmálaráðuneytinu en er nú lögfræðingur yfirstjórnar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.  Hildur hefur setið í stjórnum nokkurra fyrirtækja og er varamaður í stjórn Bankasýslunnar.

Hjalti Þórarinsson tók sæti varamanns í stjórn Origo hf. (áður Nýherja) í mars 2017. Hann er framkvæmdastjóri hjá Marel og leiðir 230 starfsmanna hugbúnaðardeild. Hjalti stundaði nám í rafmagns- og tölvuverkfræði í HÍ 1995-1998 og lauk MBA námi frá MIT í Bandaríkjunum. Hjalti átti þátt í stofnun hugbúnaðarhússins Dímon árið 1998. Eftir MBA námið vann Hjalti í höfuðstöðvum Microsoft í 11 ár, og leiddi þar viðskiptaþróun fyrir gervigreind.

Ívar Kristjánsson tók sæti í stjórn Origo hf. (áður Nýherja hf.) í mars 2016 og varð stjórnarformaður í desember sama ár. Hann er framkvæmdastjóri 1939 Games, stjórnarformaður RVX og situr í stjórn Icelandic Gaming Industry (innan Samtaka iðnaðarins). Ívar stundaði nám í viðskiptafræði við HÍ og hefur lokið MBA gráðu frá HR. Hann er einn af stofnendum CCP hf. og starfaði þar í 17 ár og var framkvæmdastjóri CCP þegar EVE-Online kom út árið 2003, en var lengst af fjármálastjóri CCP. 

Svafa Grönfeldt er formaður stjórnar MIT DesignX sem er nýjasti viðskiptahraðall MIT háskóla í Boston og starfar hún jafnframt við nýsköpunarsetur skólans. Hún er ein af stofnendum The MET Fund sem er fjárfestingasjóður fyrir sprotafyrirtæki á sviði hönnunar og tækni í Bandaríkjunum. Svafa hefur setið í stjórn Origo síðan 2019, stjórn Icelandair Group síðan 2019 og stjórn Össurar síðan 2008. Hún starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Alvogen í tæp 10 ár og þar áður sem rektor Háskólans Reykjavík og aðstoðarforstjóri Actavis. Hún lauk doktorsprófi frá London School of Economics í vinnumarkaðsfræðum.

Það er mat stjórnar að öll framboð séu gild sbr. 63 gr. hlutafélagalaga og að meirihluti frambjóðenda séu óháðir Origo hf.
Frekari upplýsingar um framangreinda aðila munu verða aðgengilegar á upplýsingasíðu aðalfundar 2020 á heimasíðu félagsins https://www.origo.is/adalfundur.

Tilnefningarnefnd Origo hf. 2019 – 2020 leggur til að Ívar Kristjánsson, Hildur Dungal, Guðmundur Jóhann Jónsson, Hjalti Þórarinsson og Svafa Grönfeldt verði kosin í stjórn félagsins á aðalfundi 6. mars 2020 sbr. tilkynningu til Kauphallar 14. febrúar síðastliðinn.

Það er mat tilnefningarnefndar að tillaga nefndarinnar uppfylli vel viðmið nefndarinnar um hæfni og hæfi stjórnarmanna og kröfur sem gerðar eru til góðra stjórnarhátta.

Sjá viðhengi.


Viðhengi


Pièces jointes

Skýrsla Tilnefningarnefndar Origo hf. 14.2.2020