Ársreikningur Jeratúns ehf. árið 2019


Ársreikningur Jeratúns ehf. er gerður í samræmi við nýja og endurbætta staðla (IFRS/IAS) og túlkanir (IFRIC).

Ársreikningur Jeratúns ehf. fyrir árið 2019 var staðfestur af stjórn félagsins í dag, 27. mars 2020.

Jeratún ehf. er einkafyrirtæki í eigu Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar og bera þau ábyrgð á skuldbindingum þess. Hlutverk félagsins er bygging og rekstur skólahúsnæðis Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Starfsemi félagsins flokkast því undir að vera á vettvangi sveitarfélaga.

Hagnaður félagsins á árinu 2019 var 35.074 þús. kr. og í lok þess var eigið fé jákvætt sem nemur 255.446 þús. kr. skv. ársreikningi. Stjórnin mun ekki leggja til við hluthafafund félagsins að hlutafé verði aukið.

Stjórn félagsins vekur athygli á áritun óháðs endurskoðanda sem er með ábendingu.

Lántaka félagsins er vegna fjármögnunar framkvæmda við Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Sveitarfélögin ásamt ríkinu greiða húsaleigu sem á að standa undir afborgunum og vöxtum af lánum. Í lok ársins námu eftirstöðvar lána um 186 millj. kr. og voru eftirstöðvar í skilum. Sveitarfélögin bera hlutfallslega ábyrgð á greiðslu lánanna.

Félagið er með leigusamning við Menntamálaráðuneytið og sveitarfélögin á Snæfellsnesi vegna fasteignarinnar til 31. júlí 2024. Núverandi leigugreiðslur eru 67.108 þús. kr. á ársgrundvelli og eru verðtryggðar með vísitölu neysluverðs.

Jakob Björgvin Jakobsson, er stjórnarformaður Jeratúns ehf. og veitir frekari upplýsingar um starfsemi þess og stöðu.

Jeratún ehf.

Lykiltölur úr ársreikningum 2015-2019

Rekstrarreikningur20192018201720162015
Tekjur67.01864.93463.45462.40361.356
Rekstrargjöld-7.017-6.208-7.302-6.216-6.884
Afskriftir-4.495-4.369-4.358-4.343-4.325
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld-15.608-19.527-18.837-22.437-25.180
      
Hagnaður fyrir skatta39.89834.83032.95729.40724.967
Tekjuskattur-4.8240000
Hagnaður ársins35.07434.83032.95729.40724.967
      
Efnahagsreikningur     
Fastafjármunir425.801420.715425.085428.059428.933
Veltufjármunir32.93129.34523.32821.03022.116
Eignir samtals458.732450.060448.413449.089451.049
      
Eigið fé255.446216.372173.542130.58593.178
Langtímaskuldir og skuldbindingar150.011181.094222.857265.716305.960
Skammtímaskuldir53.27552.59452.01452.78851.911
Eigið fé og skuldir samtals458.732450.060448.413449.089451.049
      
Yfirlit um sjóðstreymi     
Handbært fé frá (til) rekstri43.41145.91741.18545.47628.112
Fjárfestingahreyfingar00-1.384-3.4680
Fjármögnunarhreyfingar-45.449-39.927-36.902-38.028-27.194
Handbært fé í árslok27.23829.27623.28720.38816.408
      
Kennitölur     
Veltufjárhlutfall0,620,560,450,400,43
Eiginfjárhlutfall55,69%48,08%38,70%29,08%20,66%

Viðhengi


Pièces jointes

Jeratún ehf 2019 kt. 501203-2030 RSK