Origo hf. - Skráð lækkun hlutafjár


Reykjavík, 7. maí 2020

Á aðalfundi Origo hf. 6. mars 2020 var samþykkt að lækka hlutafé félagsins um 24.600.000 krónur til samsvarandi lækkunar á eigin hlutum félagsins.

Skilyrðum fyrir lækkuninni hefur nú verið fullnægt og er hún komin til framkvæmda. Samkvæmt því lækkar hlutafé félagsins úr 459.600.000 krónum að nafnverði í 435.000.000 krónur að nafnverði sem skiptist í jafnmarga einnar krónu hluti og fylgir hverjum hlut eitt atkvæði.

Sjá nánar í tilkynningum félagsins þann 6. mars sl. um niðurstöður aðalfundar og flöggunartilkynningu félagsins sama dag.

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Petersen framkvæmdastjóri fjármálasviðs s: 825-9001 eða gp@origo.is