Origo hf. birtir uppgjör annars ársfjórðungs 2020 eftir lokun markaða þann 26. ágúst næstkomandi.
Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn daginn eftir, fimmtudaginn 27. ágúst kl. 08:30.
Á fundinum kynna stjórnendur rekstur og afkomu félagsins og svara spurningum.
Kynningin fer fram í ráðstefnusal Origo á 1. hæð að Borgartúni 37. Það verður lögð áhersla á að halda tveggja metra fjarlægð á milli fundargesta og er því mikilvægt að skrá sig á fundinn svo hægt sé að halda utan um fjöldann.
Einnig er boðið upp á að taka þátt í gegnum fjarfundabúnað, auk þess sem hægt er að fylgjast með netstreymi af fundinum.
Skráning á fundinn fer fram hér: https://www.origo.is/fjarfestakynning/
Nánari upplýsingar veitir:
Gunnar Petersen framkvæmdastjóri fjármálasviðs í síma 825-9001 eða gp@origo.is.