Árshlutareikningur Jeratúns ehf. er gerður í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal um árshlutareikninga, IAS 34, eins og hann hefur verið samþykktur af Evrópusambandinu.
Árshlutareikningur Jeratúns ehf. fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2020 var staðfestur af stjórn félagsins í dag, 31. ágúst 2020.
Jeratún ehf. er einkafyrirtæki í eigu Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar og bera þau ábyrgð á skuldbindingum þess. Hlutverk félagsins er bygging og rekstur skólahúsnæðis Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Starfsemi félagsins flokkast því undir að vera á vettvangi sveitarfélaga.
Hagnaður félagsins á fyrri hluta ársins 2020 nam 16.589 þús. kr. og í lok tímabilsins var eigið fé jákvætt um sem nam 272.035 þús. kr. samkvæmt árshlutareikningi. Hlutafé var ekki aukið á tímabilinu.
Stjórn félagsins vekur athygli á áritun óháðs endurskoðanda sem er með ábendingu.
Lántaka félagsins er vegna fjármögnunar framkvæmda við Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Sveitarfélögin ásamt ríkinu greiða húsaleigu sem á að standa undir afborgunum og vöxtum af lánum. Í lok tímabilsins námu eftirstöðvar lána um 155 millj. kr. og voru eftirstöðvar í skilum. Sveitarfélögin bera hlutfallslega ábyrgð á greiðslu lánanna.
Félagið er með leigusamning við menntamálaráðuneytið og sveitarfélögin á Snæfellsnesi vegna fasteignarinnar til 31. júlí 2024. Núverandi leigugreiðslur eru 68.935 þús. kr. á ársgrundvelli og eru verðtryggðar með vísitölu neysluverðs.
Jakob B. Jakobsson, er stjórnarformaður Jeratúns ehf. og veitir frekari upplýsingar um starfsemi þess og stöðu.
Attachment