Brim er leiðandi sjávarútvegsfyrirtæki og tekur virkan þátt í uppbyggingu íslensks samfélags. Hjá Brim starfa um 800 manns við hin ýmsu störf í virðiskeðju sjávarútvegs. Brim framleiðir afurðir úr sjávarfangi og rík áhersla er lögð á nýsköpun og háþróaða tækni við veiðar og vinnslu sjávarafurða.
„Við hjá Brim erum ánægð með að fá Guðmund aftur til starfa. Guðmundur býr yfir gríðarlegri reynslu og hefur skýra framtíðarsýn á rekstur sjávarútvegsfyrirtækja.“ er haft eftir Kristjáni Þ. Davíðssyni stjórnarformanni Brims.
„Það er ánægjulegt að vera kominn aftur til starfa. Ég hef nýtt tímann vel og kem fullur krafts og tilhlökkunar til starfa. Við höfum séð að þegar aðstæður í efnahagslífinu verða erfiðar, eins og síðustu misseri, að sjávarútvegur er burðarstólpi í íslensku samfélagi og við hjá Brim munum leggja okkar af mörkum til þess að svo verði áfram. Brim stundar ábyrgar veiðar og vinnslu enda er það grundvöllur fyrir því að tryggja til framtíðar trausta atvinnu og byggð á Íslandi“ segir Guðmundur.
Frekari upplýsingar:
Kristján Þ. Davíðsson stjórnarformaður Brims, 618-8272