Stofnársreikningur ÍL-sjóðs og lokaársreikningur Íbúðalánasjóðs 2019


Nokkur töf hefur orðið á birtingu stofnársreiknings ÍL-sjóðs sem má rekja til þess að við uppskiptingu Íbúðalánasjóðs komu í ljós flókin og ófyrirsjáanleg álitaefni sem tíma tók að leysa. ÍL-sjóður varð til við uppskiptingu og slit Íbúðalánasjóðs og var stofnaður með lögum nr. 151/2019 sem tóku gildi 31. desember 2019. Samhliða var Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Húsnæðissjóður stofnaður með lögum nr. 137/2019. Ráðherra sem fer með fjármál ríkisins fer nú með yfirstjórn ÍL-sjóðs og hefur yfirumsjón með úrvinnslu og uppgjöri eigna og skulda sem ÍL-sjóður tók við í uppskiptingunni og er þar um að ræða útgefnar skuldir sjóðsins, eldra útlánasafn auk verðbréfa- og innlánssafns. Markmið uppgjörs og úrvinnslu eigna og skulda ÍL-sjóðs er að lágmarka áhættu og kostnað ríkissjóðs vegna uppsafnaðs fjárhagsvanda Íbúðalánasjóðs.

Ársreikningur ÍL-sjóðs 2019 var staðfestur af umsjónaraðila í dag. Meðfylgjandi er lokaársreikningur Íbúðalánasjóðs sem sýnir rekstur hans til 31. desember 2019 eða fram að stofnun ÍL-sjóðs. Fram kemur að neikvætt eigið fé ÍL-sjóðs við stofnun sé 180 ma.kr. sem þegar hefur verið fært í ríkisreikning 2019. Þrátt fyrir neikvæða eiginfjárstöðu á sjóðurinn nægt laust fé til að mæta afborgunum skulda næstu árin en ríkisábyrgð er á skuldum sjóðsins.

Stefnt er að birtingu upplýsinga um afkomu ÍL-sjóðs á árinu 2020 á næstu dögum.

Viðhengi



Pièces jointes

ÍL-sjóður ársreikningur Lokaársreikningur Íbúðalánasjóðs