Brim - Breyting á skipastól


Brim hefur selt Höfrung III AK 250 til Rússlands og verður skipið afhent nýjum eigendum í september næstkomandi. Kaupandi er Andeg Fishing Collective í Murmansk og er söluverð 5 milljónir USD. Höfrungur var smíðaður í Noregi árið 1988, 56 metra langur, 1.521 brúttótonn. Félagið hefur svo keypt skipið Iivid af Arctic Prime Fisheries ApS fyrir 58 milljónir DKK. Iivid var smíðaður í Noregi árið 1999 og er 67 metra langur og 1.969 brúttótonn. Áætlað er að Iivid muni koma í flota félagsins í lok ágústmánaðar og mun fá nafnið Svanur RE 45. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim hf. er einnig í stjórn Arctic Prime Fisheries ApS.