Árshlutareikningur Byggðastofnunar janúar - júní 2022


Árshlutareikningur Byggðastofnunar janúar-júní 2022
Árshlutareikningur Byggðastofnunar fyrir tímabilið janúar-júní 2022, var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 30. ágúst 2022.
Hagnaður tímabilsins nam 162,2 milljónum króna.  Eiginfjárhlutfall í lok júní skv. eiginfjárákvæðum laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki var 19,02%.
Um stofnunina gilda lög um Byggðastofnun nr. 106/1999 og reglugerð nr. 347/2000.  Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu. Í samræmi við hlutverk sitt undirbýr, skipuleggur og fjármagnar stofnunin verkefni og veitir lán með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi.  Stofnunin skipuleggur og vinnur að atvinnuráðgjöf í samstarfi við landshlutasamtök sveitarfélaga, sveitarfélög og aðra haghafa.  Byggðastofnun fylgist með þróun byggðar í landinu, m.a. með gagnasöfnun og rannsóknum. Stofnunin getur gert eða látið gera áætlanir um þróun byggðar og atvinnulífs í þeim tilgangi að treysta búsetu og atvinnu í byggðum landsins.Byggðastofnun annast framkvæmd laga um póstþjónustu og að hafa eftirlit með póstþjónustu eins og nánar er kveðið á um í lögum um það efni.

Helstu niðurstöður úr árshlutareikningi Byggðastofnunar janúar - júní 2022

  • Hagnaður tímabilsins nam 162,2 milljónum króna.
  • Eiginfjárhlutfall skv. lögum um fjármálafyrirtæki var 19,02% en skal að lágmarki vera 8%.
  • Hreinar vaxtatekjur voru 347 milljónir króna eða 30,2% af vaxtatekjum, samanborið við 272 milljónir króna (35,1% af vaxtatekjum) hreinar vaxtatekjur árið 2021.
  • Laun og annar rekstrarkostnaður nam 291 milljón króna samanborið við 245,7 milljónir árið 2021.
  • Eignir námu 23.193 milljónum króna og hafa hækkað um 1.144 milljónir frá árslokum 2021.  Þar af voru útlán 19.370 milljónir samanborið við 18.625 milljónir í lok árs 2021.
  • Skuldir námu 19.710 milljónum króna og hækkuðu um 982 milljónir frá árslokum 2021.

Horfur
Eiginfjárstaða stofnunarinnar er áfram sterk og gefur henni færi á að vera öflugur bakhjarl fyrirtækja á landsbyggðinni.

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Arnar Már Elíasson, staðgengill forstjóra í síma 455 5400 eða á netfanginu arnar@byggdastofnun.is

Lykiltölur úr uppgjöri og samanburður við fyrri ár

  30.6.2022 2021 30.6.2021 2020 30.6.2020 2019
  Þús. kr. Þús. kr. Þús. kr. Þús. kr. Þús. kr. Þús. kr.
Rekstrarreikningur       
Vaxtatekjur 1.147.513 1.568.767 774.897 1.327.669 635.771 1.172.444
Vaxtagjöld 800.330 1.008.429 502.835 805.812 370.277 662.991
Hreinar vaxtatekjur 347.183 560.338 272.062 521.857 265.494 509.454
Rekstrartekjur 303.759 570.837 269.720 643.008 273.876 645.486
Hreinar rekstrartekjur 650.942 1.131.175 541.782 1.164.865 539.370 1.154.940
       
Rekstrargjöld 488.712 963.872 442.372 1.226.676 616.295 1.059.525
Hagnaður (-tap) ársins 162.230 167.303 99.410 -61.811 -76.925 95.415
       
Með rekstrargjöldum eru færð framlög í afskriftareikning útlána og matsbr. hlutafjár       
Framl. í afskriftarr. útlána og matsbr. hlutaf. 2.134 134.913 13.240 298.032 161.543 182.258
       
Efnahagsreikningur 30.6.2022 31.12.2021 30.6.2021 31.12.2020 30.6.2020 31.12.2019
Eignir       
Bankainnistæður 11.367.023 1.117.627 1.006.525 1.165.407 634.392 474.679
Útlán til viðskiptavina 19.370.361 18.625.315 17.361.135 16.834.885 15.795.676 13.850.098
Fullnustueignir 145.010 320.010 245.010 270.010 379.010 441.010
Markaðsskuldabréf 303.611 0 0 0 0 0
Veltuhlutabréf 356.164 357.899 357.928 353.283 609.080 585.845
Hlutdeildarfélög 793.346 739.368 733.607 699.594 679.808 682.252
Viðskiptakröfur 39.277 57.993 73.642 124.489 14.982 26.599
Varanlegir rekstrarfjármunir 818.552 831.179 843.538 837.284 738.683 414.975
Eignir samtals 23.193.345 22.049.391 20.621.384 20.284.952 18.851.631 16.475.459
       
Skuldir og eigið fé       
Lántökur og skuldabréfaútgáfur 18.807.030 18.159.786 16.646.852 16.788.799 15.275.843 13.014.318
Óráðstöfuð framlög 718.413 442.533 566.776 241.587 316.558 119.710
Aðrar skuldir 184.084 125.485 154.062 100.281 120.059 125.336
Skuldir samtals 19.709.527 18.727.803 17.367.690 17.130.667 15.712.460 13.259.364
       
Eigið fé 3.483.817 3.321.587 3.253.694 3.154.284 3.139.170 3.216.095
Skuldir og eigið fé samtals 23.193.345 22.049.391 20.621.384 20.284.952 18.851.631 16.475.459
       
Sjóðstreymi 30.6.2022 2021 30.6.2021 2020 30.6.2020 2019
Handbært fé (-til) frá rekstri 86.590 479.647 141.555 368.640 74.505 427.163
Fjárfestingarhreyfingar -589.119 -1.822.730 -482.007 -2.855.602 -1.800.275 -2.220.233
Fjármögnunarhreyfingar 751.925 1.295.304 181.570 3.177.690 1.885.483 1.165.279
Hækkun/(-lækkun) á handbæru fé 249.396 -47.780 -158.882 690.727 159.713 -627.791
Handbært fé í ársbyrjun 1.117.627 1.165.407 1.165.407 474.679 474.679 1.102.471
Handbært fé í árslok/lok tímabils 1.367.023 1.117.627 1.006.525 1.165.407 634.392 474.679
       
Eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki 19,02% 18,17% 19,19% 19,12% 20,00% 19,25%

Viðhengi



Pièces jointes

Árshlutauppgjör 2022.06.30 - Undirritaður Fréttatilkynning v árshlutauppgjörs 30.06.2022