Lánasjóður sveitarfélaga hefur ákveðið að efna til útboðs á skuldabréfaflokkunum LSS 39 0303 og LSS040440 GB miðvikudaginn 15. febrúar 2023. Lánasjóðurinn stefnir að því að taka tilboðum að fjárhæð 500 til 1.000 milljónir króna að nafnvirði í skuldabréfaflokknum LSS040440 GB og að fjárhæð 1.500 til 2.500 milljónir króna að nafnvirði í skuldabréfaflokknum LSS 39 0303. Lánasjóðurinn áskilur sér rétt til að hækka og lækka útboðsfjárhæð útboðsins, taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum.
Verkefni sem fjármögnuð verða með LSS040440 GB þurfa að uppfylla þau skilyrði sem koma fram í grænni umgjörð Lánasjóðsins. Dæmi um verkefni eru: Vistvænar byggingar, umhverfisvænar samgöngur, endurnýjanleg orka, fráveitur og meðhöndlun aukaafurða (úrgangs). Nánari upplýsingar um græna skuldabréfaútgáfu Lánasjóðs sveitarfélaga má nálgast á vefsíðu sjóðsins: Græn skuldabréf
Óskað er eftir tilboðum í samræmi við eftirfarandi lýsingu:
Fyrirkomulag: “Hollensk” uppboðsaðferð þar sem allir tilboðsgjafar fá sömu ávöxtunarkröfu og hæst er tekið. Heimilt er að afturkalla eða breyta tilboði með sama hætti og tilboðum er skilað inn, sé það gert fyrir lok útboðsfrests.
Tilboð: Í tilboði skal taka fram ávöxtunarkröfu án þóknunar og tilboðsfjárhæð.
Að öðru leyti er vísað til skilmála skuldabréfanna á heimasíðu Lánasjóðs sveitarfélaga
Útboðið fer fram í tvennu lagi.
Öllum þeim sem hafa starfsleyfi til sölu verðbréfa er boðið að skila inn tilboðum fyrir hönd viðskiptavina í flokkinn LSS040440 GB. Lánasjóðurinn greiðir söluþóknun sem nemur 0,15% af markaðsvirði seldra bréfa.
Aðalmiðlarar lánasjóðsins hafa umsjón með útboði á skuldabréfaflokknum LSS 39 0303 og annast þeir tilboðsgerð fyrir fjárfesta.
Tilboð skulu berast fyrir kl. 16:00, miðvikudaginn 15. febrúar 2023 á netfangið utbod@lanasjodur.is
Öllum tilboðum verður svarað fyrir kl. 17:00 á útboðsdegi. Uppgjör sölu fer fram mánudaginn 20. febrúar 2023.
Nánari upplýsingar veitir:
Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, í síma 515 4948 eða ottar@lanasjodur.is