Aðalfundur Vátryggingafélags Íslands hf. verður haldinn fimmtudaginn 16. mars 2023 kl. 16:00 í höfuðstöðvum félagsins Ármúla 3, 108 Reykjavík, auk þess sem gefinn er kostur á rafrænni þátttöku á fundinum.
Framboðsfrestur vegna stjórnar og tilnefningarnefndar Vátryggingafélags Íslands hf. rann út þann 11. mars 2023 kl. 16:00.
Meðfylgjandi eru upplýsingar um þá aðila sem gefið hafa kost á sér til setu í stjórn og varastjórn annars vegar, og tilnefningarnefnd hins vegar. Athygli er vakin á því að Stefán Árni Auðólfsson, sem tilgreindur er í skýrslu tilnefningarnefndar hefur dregið framboð sitt til baka.
Er það mat stjórnar að öll framboð séu gild sbr. 63. gr. a. hlutafélagalaga nr.2/1995. Þar sem fimm einstaklingar hafa boðið sig fram til aðalstjórnar, tveir til varastjórnar og þrír einstaklingar hafa boðið sig fram til setu í tilnefningarnefnd er ljóst að sjálfkjörið er í stjórn og tilnefningarnefnd.
Önnur fundargögn tengd hluthafafundi má nálgast á vefsíðu félagsins: https://vis.is/hluthafafundir/
Reykjavík, 11 mars 2023
Stjórn Vátryggingafélags Íslands hf.
Attachments