Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2022 - Traustur rekstur og fjárhagur


Rekstur er í traustum farvegi hjá samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og afkoma góð um leið og eignir vaxa ört. Á sama tíma hefur gjaldskrá sérleyfisreksturs lækkað að raungildi. Fjárhagsstaða Orkuveitu Reykjavíkur samkvæmt ársreikningi 2022 gerir fyrirtækið því vel búið í nauðsynleg sjálfbærniverkefni íslensks samfélags næstu árin.

Innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur eru, auk móðurfélagsins, Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Ásreikningur samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur 2022 var samþykktur af stjórn í dag en niðurstaða hans er 8,4 milljarða króna hagnaður af rekstrinum. Stjórn leggur til við aðalfund að greiddur verði arður sem nemur 5,5 milljörðum króna. Eigendur Orkuveitu Reykjavíkur eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð.

Stendur af sér verðbólguna – enn sem komið er

Verðbólga hefur talsverð áhrif á rekstrarkostnað samstæðu OR. Það bítur talsvert þegar verðbólga eykst stórlega eftir langt lágvaxtaskeið heimsfaraldursins. Þannig jókst vaxta- og verðbótakostnaður samstæðu OR úr 8 milljörðum króna árið 2021 í 13 milljarða á síðasta ári. Hærra álverð hefur einna helst áhrif á tekjuvöxt á milli ára. Fleiri þættir sem voru rekstrinum hagkvæmari gerðu kleift að halda hækkun gjaldskráa undir verðbólguþróun sem þýðir raunlækkun til fyrirtækja og heimila. EBITDA hlutfall ársins var 62,7% og framlegð rekstursins heldur því áfram að vera mikil og traust. 

Samþætt, rafræn Ársskýrsla OR 2022

Samhliða ársreikningi kemur út Ársskýrsla OR 2022. Í skýrslunni er nákvæm grein gerð fyrir umhverfisþáttum reksturs fyrirtækjanna innan samstæðunnar á síðasta ári, samfélagslegum þáttum og stjórnarháttum auk ýmissa mikilvægra fjárhagslegra mælikvarða. Kolefnisspor samstæðunnar stækkaði milli áranna 2021 og 2022 en útlit er fyrir að það smækki verulega á næstu árum með aukinni steinrenningu kolefnis frá jarðgufuvirkjunum Orku náttúrunnar.

Ársskýrslan er tekin út af óháðum aðilum og árituð af forstjóra og stjórn. Hana má finna á slóðinni arsskyrsla2022.or.is.

Jafnframt er gefin út Áhrifaskýrsla grænnar fjármögnunar OR. Hún er árituð af löggiltum endurskoðendum OR, Grant Thornton, og gerir grein fyrir ráðstöfun þess fjármagns sem OR hefur tekið að láni innan græns fjármögnunarramma fyrirtækisins.

Bjarni Bjarnason, forstjóri OR:

Það er gott að skila góðu búi. Fjárhagur Orkuveitu Reykjavíkur hefur aldrei verið traustari en nú en það veitir heldur ekki af. Verkefnin sem við blasa eru í senn stór og áríðandi. Baráttan gegn loftslagsvánni er brýn svo og aðlögun að afleiðingum loftslagsbreytinganna. Markmið Orkuveitu Reykjavíkur um kolefnishlutleysi er lykilatriði og við verðum að leggja lóð samstæðunnar á vogarskálar hringrásarhagkerfis. Forysta fyrirtækjanna innan samstæðu OR í orkuskiptum er í senn óumdeild og mun skipta verulegu máli um það hvernig þjóðinni tekst til.

Síðasta rúma áratuginn hefur orðið bylting í orku- og veitugeiranum með tilliti til jafnréttis kynja. Ég er stoltur af þætti Orkuveitu Reykjavíkur þar í og ég vona að metnaðarfullt jafnréttisstarf samstæðunnar verði stjórnendum annarra fyrirtækja hvatning. 

Yfirlit yfir fjárhagslega og ófjárhagslega þætti

Hér er yfirlit yfir þróun nokkurra sjálfbærniþátta starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur síðustu ár. Nákvæmara yfirlit yfir þessa og fleiri fjárhagslega og ófjárhagslega þætti má sjá í samþættri Ársskýrslu OR 2022.

 20152016201720182019202020212022eining
Rekstrartekjur40.31241.42343.66645.91646.57048.62751.89056.965millj.kr.
Rekstrargjöld-15.183-16.062-17.285-17.299-18.398-19.172-18.380-21.220millj.kr.
EBIT14.42814.96817.31818.34616.05116.39820.25321.306millj.kr.
EBITDA25.17425.36126.38028.61728.17229.45433.51035.745millj.kr.
EBITDA-hlutfall62,4%61,2%60,4%62,3%60,5%60,6%64,6%62,7%Hlutfall
          
Óútsk. kynb. launam.2,30%2,10%0,20%0,00%0,10%0,00%-0,20%0,10%Hlutfall
Starfsánægja4,34,44,44,44,34,44,34,3Einkunn 1-5
          
          
Heitt vatn837894101101110106108millj.m3
Rafmagnsvinnsla3.2493.4113.4733.5073.5363.5813.5453.494GWst
Kalt vatn2930292829262627millj.m3
Gagnamagn122.000155.000180.000216.000260.000345.000396.000443.000Terabæti
          
Kolefnisspor67.10045.45042.70045.45048.75050.55048.65051.080tn. CO2-ígilda
CO2 bundið í berg        5.200         9.000       12.000       12.000       10.500       11.700       13.300       12.100 tonn

Í viðhengjum eru: 

  • Ársreikningur samstæðu OR 2022 á pdf-sniði.
  • Áhrifaskýrsla grænnar fjármögnunar OR 2022
  • Zip-skrá með Ársreikningi samstæðu OR 2022 á sameiginlegu rafrænu skýrslusniði – (ESEF).
  • XHTML-viewer skrá.


Tengiliður:

Bjarni Bjarnason
forstjóri
516 6100

Viðhengi



Pièces jointes

Orkuveita Reykjavíkur - samstæða Ársreikningur 2022 Reykjavík Energy Green Finance Impact Report 2022 - Audited (1) 5493004ARP9VPUIX5B73-2022-12-31-is.zip-viewer 5493004ARP9VPUIX5B73-2022-12-31-is