Eik fasteignafélag hf.: Framboð til stjórnar 2023


Aðalfundur Eikar fasteignafélags hf. verður haldinn kl. 16:00 fimmtudaginn 30. mars 2023 í salnum Vox Club á Hilton Hotel, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík, auk þess sem hluthöfum gefst kostur á að taka þátt í fundinum rafrænt.

Framboðsfrestur til stjórnar félagsins rann út 23. mars kl. 16:00. Eftirtalin hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins:

- Bjarni Kristján Þorvarðarson

- Eyjólfur Árni Rafnsson

- Guðrún Bergsteinsdóttir

- Hersir Sigurgeirsson

- Ragnheiður Harðar Harðardóttir

Stjórn hefur metið öll framboð til stjórnar gild, sbr. 63. gr. a. laga um hlutafélög nr. 2/1995. Samkvæmt samþykktum félagsins skal stjórnin skipuð fimm mönnum. Skýrsla tilnefningarnefndar liggur fyrir.

Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á því að taka þátt í fundinum, hvort sem er rafrænt eða í eigin persónu, eru minntir á að skrá sig tímanlega á heimasíðunni https://www.lumiconnect.com/meeting/eik2023 og ekki seinna en kl. 16:00 miðvikudaginn 29. mars 2023.

Viðhengi



Pièces jointes

Framboð til stjórnar