Kaldalón hf. og Borgartún ehf. hafa náð samkomulagi um kaup dótturfélags Kaldalóns hf. á fasteigninni Borgartún 32 í heild sinni. Fasteignin hýsir rekstur Hótels Cabin sem rúmar 257 herbergi auk veitingasals og stoðrýma.
Kaupverð fasteignar er kr. 4.810.000.000 og greiðist að fullu með reiðufé. Í gildi er langtímaleigusamningur við rekstraraðila Hótel Cabin. Áætlað er að rekstrarhagnaður (NOI) Kaldalóns aukist um kr. 337.000.000 á ársgrundvelli vegna ofangreindra viðskipta. Samkomulagið er háð fyrirvörum, m.a. ástands- og áreiðanleikakönnun.
Gert er ráð fyrir að fasteignin verði afhent í maí 2023.