Sjóvá: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun


Í viku 19 keyptu Sjóvá-Almennar tryggingar hf.  (Sjóvá) 1.050.000 eigin hluti að kaupverði 35.721.000 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)
8.5.202309:48:18210.00034,007.140.000
9.5.202309:46:5628.50533,90966.320
9.5.202309:48:37181.49533,906.152.681
10.5.202312:23:141.97434,0067.116
10.5.202314:39:22208.02634,007.072.884
11.5.202314:15:28210.00034,007.140.000
12.5.202311:49:0814.25234,20487.418
12.5.202314:37:43195.74834,206.694.582
Samtals 1.050.000 35.721.000
     

Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 09.02.2023 og 20. mars 2023.

Sjóvá átti 6.079.340 eigin hluti fyrir viðskiptin og eiga að þeim loknum 7.129.340 eigin hluti eða sem nemur 0,61% af útgefnum hlutum í félaginu.

Sjóvá hefur keypt samtals 7.129.340 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 0,61% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 247.392.633 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki 7.183.908 hlutum þannig að eigin hlutir nemi að hámarki 0,61% af útgefnum hlutum í félaginu. Heildarkaupverð má þó ekki vera hærra en 250.000.000 kr. Endurkaupaáætlunin er í gildi til og með 11. september 2023, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/​1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Nánari upplýsingar veitir:

Davíð Scheving Thorsteinsson í síma 869-8109 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is