Hagar hf.: Skráð lækkun hlutafjár


Á aðalfundi Haga hf. þann 1. júní 2023 var samþykkt að lækka hlutafé félagsins til ógildingar á eigin hlutum að nafnverði kr. 26.247.219. Hlutafé Haga lækkar því úr kr. 1.132.676.082 að nafnverði í kr. 1.106.428.863 að nafnverði. Eftir lækkunina eiga Hagar hf. enga eigin hluti.

Hlutafé félagsins skiptist í jafn marga hluti að nafnverði 1 króna hver og fylgir eitt atkvæði hverjum hlut í félaginu.

Óskað hefur verið eftir því við Nasdaq að lækka skráð hlutafé til samræmis og mun lækkunin koma til framkvæmda þann 28. júní 2023.

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Haga, í síma 530-5500 eða geg@hagar.is