Eik fasteignafélag hf. tilkynnir hér með um breytingu á birtu fjárhagsdagatali félagsins. Breytingin lýtur eingöngu að afkomubirtingu vegna annars ársfjórðungs 2023. Að öðru leyti eru dagsetningar fjárhagsdagatalsins óbreyttar, sbr. eftirfarandi:
Stjórnendauppgjör 2022 og áætlun 2023 6. febrúar 2023
Ársuppgjör 2022 28. febrúar 2023
Aðalfundur 2023 30. mars 2023
Árshlutauppgjör fyrsta ársfjórðungs 27. apríl 2023
Árshlutauppgjör annars ársfjórðungs 7. september 2023
Árshlutauppgjör þriðja ársfjórðungs 26. október 2023
Ársuppgjör 2023 15. febrúar 2024
Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaða. Vinsamlegast athugið að dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
Eik fasteignafélag hf. seinkar birtingu árshlutauppgjörs fyrir annan ársfjórðung m.a. vegna þeirrar skyldu sem lögð er á félagið um að meta yfirtökutilboð Regins hf. og gefa álit sitt á skilmálum þess gagnvart hluthöfum. Í því samhengi felst m.a. viðameiri vinna við könnunaráritun endurskoðanda en sú ákvörðun hafði verið tekin að hætta slíkri áritun í árshlutauppgjörum félagsins en þeirri ákvörðun slegið á frest í ljósi aðstæðna.