Hagnaður Lánasjóðs sveitarfélaga 916 m.kr. á fyrri hluta ársins 2023
Hagnaður Lánasjóðs sveitarfélaga nam 916 milljónum króna á fyrri árshelmingi 2023 samanborið við 554 milljónir króna á sama tímabili árið 2022. Breyting á milli ára skýrist aðallega af betri ávöxtun eigin fjár og fjáreigna á gangvirði vegna hækkun vaxta á tímabilinu.
Heildareignir Lánasjóðsins þann 30. júní voru 193 milljarðar króna samanborið við 181 milljarða króna í árslok 2022. Heildarútlán sjóðsins námu 183 milljörðum króna samanborið við 170 milljarða króna í árslok 2022. Ný útlán á fyrstu 6 mánuðum ársins námu 12 milljörðum króna.
Markaðsverðmæti verðbréfaútgáfu á fyrri hluta ársins var 11 milljarðar króna en var 4 milljarðar króna á sama tíma í fyrra. Lánasjóðurinn endurskoðaði útgáfuáætlun sína fyrir árið í apríl 2023. Upphafleg útgáfuáætlun gerði ráð fyrir heildarútgáfu að fjárhæð 22 - 28 milljörðum króna fyrir árið 2023. Endurskoðuð útgáfuáætlun gerir ráð fyrir heildarútgáfu að fjárhæð 18 - 24 milljörðum króna.
Eigið fé Lánasjóðsins nam 21,8 milljörðum króna á móti 20,9 milljörðum króna í árslok 2022. Vegið eiginfjárhlutfall Lánasjóðsins er 579% miðað við stöðu útlána þann 30. júní og var 537% í árslok 2022, með fullri mildun samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.
Á aðalfundi sjóðsins þann 31. mars síðastliðinn var ákveðið að greiða ekki arð til hluthafa vegna afkomu ársins 2022 til að styrkja stöðu sjóðsins, viðhalda kaupmætti og tryggja vöxt eigin fjár.
Rekstur fyrstu 6 mánaða ársins | 1.1.-30.6.23 | 1.1.-30.6.22 | 1.1.-30.6.21 |
Hreinar vaxtatekjur......................................... | 804 | 611 | 341 |
Aðrar rekstrartekjur ………............................... | 245 | 69 | 24 |
Almennur rekstrarkostnaður.......................... | 133 | 127 | 117 |
Hagnaður tímabilsins................................... | 916 | 553 | 248 |
Efnahagur í lok tímabils | 30.jún.23 | 30.06.22 | 30.06.21 |
Handbært fé................................................. | 712 | 842 | 288 |
Ríkisbréf og ríkisvíxlar................................... | 7.055 | 6.818 | 3.835 |
Markaðsverðbréf........................................... | 1.703 | 164 | 2.904 |
Útlán og kröfur.............................................. | 183.278 | 164.948 | 152.429 |
Aðrar eignir................................................... | 493 | 237 | 51 |
Eignir samtals............................................. | 193.241 | 173.009 | 159.506 |
Verðbréfaútgáfa............................................ | 169.890 | 150.838 | 138.208 |
Aðrar lántökur............................................... | 1.259 | 1.907 | 1.892 |
Aðrar skuldir og skuldbindingar.................... | 318 | 113 | 97 |
Skuldir samtals........................................... | 171.467 | 152.858 | 140.196 |
Eigið fé........................................................ | 21.774 | 20.151 | 19.310 |
CAD- hlutfall m/hefðbundinni mildun............... | 54% | 56% | 54% |
CAD- hlutfall m/fullri mildun............................ | 579% | 643% | 336% |
Framtíðarhorfur
Lánasjóðurinn mun starfa í meginatriðum líkt og undanfarin ár þar sem unnið hefur verið að eflingu á starfsemi hans og aukinni þjónustu við sveitarfélögin með því að nýta gott lánstraust sjóðsins til að útvega sveitarfélögunum lánsfé á hagstæðum kjörum.
Nánari upplýsingar veitir: Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri, s. 515 4949.
Viðhengi