Stjórn Lánasjóðsins ákvað á fundi sínum í gær að hækka vaxtaálag úr 0,15% í 0,35% á öllum nýjum útlánum. Þetta er gert í kjölfar greiningar á langtímaþróun vaxtar sveitarfélaga og lánasjóðsins sjálfs og greiningu á möguleikum Lánasjósins til að sinna hlutverki sínu sem lánveitandi sveitarfélaga um ókomna framtíð. Síðustu 10 ár hafa útláns sjóðsins tvöfaldast að raunvirði en á sama tíma hefur raunvirði eigin fjár staðið í stað.
Nánari upplýsingar veitir Óttar Guðjónsson Framkvæmdastjóri Lánasjóðsins í síma 895 4567 eða ottar@lanasjodur.is