Eik fasteignafélag hf.: Hluthafafundur 15. september 2023


Stjórn Eikar fasteignafélags hf. boðar til hluthafafundar í félaginu kl. 16:00 föstudaginn 15. september 2023. Fundurinn verður haldinn í salnum Sjónarhóll, Nauthól, Nauthólsvegi 106, Reykjavík.

Drög að dagskrá fundarins eru svohljóðandi:

  1. Kynning á greinargerð stjórnar vegna valfrjáls yfirtökutilboðs Regins hf.
  2. Viðfangsefni í tengslum við samrunaviðræður við Reiti fasteignafélag hf.   
  3. Önnur mál sem löglega eru fram borin.

Aðrar upplýsingar:

Hluthafi getur falið umboðsmanni að sækja hluthafafund fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram dagsett og skriflegt umboð, en form að umboði er aðgengilegt á heimasíðu félagsins, www.eik.is. Umboð verða ekki afturkölluð svo gilt sé gagnvart félaginu eftir að þeim hefur verið framvísað við afhendingu fundargagna eða eftir setningu fundarins, hvort heldur sem fyrr er. Á hluthafafundi fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar.

Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á fundinum og leggja fram ályktunartillögur ef hann gerir skriflega eða rafræna kröfu um það til stjórnar félagsins eigi síðar en mánudaginn 4. september 2023. Hægt er að senda tillögur fyrir fundinn á netfangið stjornun@eik.is. Hafi hluthafi krafist þess að fá mál tekin til meðferðar á fundinum eða lagt fram ályktunartillögur fyrir framangreint tímamark, verða dagskrá og tillögur uppfærðar á heimasíðu félagsins eins fljótt og auðið er eftir móttöku þeirra. Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar eigi síðar en föstudaginn 8. september 2023. Máls sem ekki er getið í endanlegri dagskrá hluthafafundar er ekki unnt að taka til endanlegrar úrlausnar á fundinum nema með samþykki allra hluthafa en gera má um það ályktun til leiðbeiningar fyrir stjórn.

Hluthafafundur er lögmætur án tillits til fundarsóknar ef hann er löglega boðaður, sbr. 11. gr. samþykkta félagsins. Hluthafafundurinn fer fram á íslensku og verða fundargögn og atkvæðaseðlar eftir atvikum, einnig á íslensku.

Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa og annað sem varðar hluthafafundinn, svo sem endanleg dagskrá, tillögur stjórnar og hluthafa, eyðublöð vegna umboðs, upplýsingar um atkvæðagreiðslu, skjöl sem verða lögð fram á hluthafafundi, upplýsingar um fjölda hluta og atkvæðafjölda í félaginu, er (eða verður eftir því sem þau verða til) að finna á heimasíðu félagsins. Auk þess munu viðeigandi gögn liggja frammi í höfuðstöðvum félagsins, að Sóltúni 26, 105 Reykjavík, þremur vikum fyrir hluthafafundinn.

Reykjavík, 25. ágúst 2023

Stjórn Eikar fasteignafélags hf.